Gosið í einni lengstu pásunni hingað til Snorri Másson skrifar 5. september 2021 13:49 Eldgos í Fagradalsfjalli hófst 19. mars. Vísir/Vilhelm Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast. Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14