Útrýmum fátækt, það er hægt Bjarki Steinn Bragason skrifar 6. september 2021 07:31 Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt. Við ólumst öll upp í þessu kapítalíska samfélagi og erum að vissu leyti forrituð til að sjá heiminn í gegnum þau gleraugu. Samkvæmt þeim búum við í samfélagi þar sem lífskjarabaráttan er samkeppni sem sumir tapa og aðrir vinna. Í þeim heimi þykir það ekkert óeðlilegt að sumir eigi meira en þeir munu nokkurn tímann þurfa á meðan aðra skortir grunnnauðsynjar. Fólk gengur jafnvel það langt að tala um þessa samfélagsmynd eins og náttúrulögmál, að svona þurfi hlutirnir einfaldlega að vera. Þetta á jafnvel við um fólk sem skilgreinir sig sem hluta af vinstri vængnum. Fólk vill lina þjáningar þeirra verst settu en hikar við að tala um grundvallarbreytingar á samfélaginu og forðast stóru spurningarnar, eins og af hverju fólk er fátækt til að byrja með. Mikilvægt er að tala ekki bara um fátækt á fræðilegum nótum. Við þurfum að tala um nákvæmlega hvað fátækt er og þau áhrif sem hún hefur á fólk og samfélög. Hlusta á reynslusögur fólks, til dæmis fólks sem hefur ekki efni á húsnæði, eða þarf reglulega að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Fátækt er ekki bara erfið og leiðinleg, hún er dauðadómur. Fólk sem upplifir efnahagslegan skort lifir erfiðari og styttri lífum. Fátækt er afleiðing pólitískra ákvarðana, ákvarðana stjórnmálafólks sem þjónar auðvaldinu en ekki almenningi. Sósíalistaflokkurinn er með metnaðarfulla áætlun til að útrýma fátækt á Íslandi. Það segir sig sjálft að enginn ætti að upplifa skort í ríku landi. Þetta eru ekki draumórar heldur pólitísk stefnumál, sem snúast meðal annars um að byggja upp réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Það sem þarf er að fólk með völd í samfélaginu sé tilbúið í að nota þau völd til að efla stöðu þeirra verst settu en ekki bara sína og vina sinna. Sósíalistaflokkurinn vill efla verkalýðinn á kostnað auðvaldsins. Auðvaldið sér fátækt fólk sem vandamál, en sér ekkert að því að það sé fátækt. Réttara sagt er þeim mjög annt um að halda því í fátækt, því auðvaldið getur bara viðhaldið sinni stöðu með því að halda áfram að arðræna verkalýðinn. Ég er sósíalisti. Ég gekk í sósíalistaflokkinn og fór í framboð því ég vildi taka þátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi, samfélagi sem virkar fyrir okkur öll en ekki bara örfá á toppnum. Það tel ég okkur ekki hafa núna, samfélag gegnumsýrt af ójöfnuði og stéttaskiptingu verður seint kallað réttlátt. Kapítalisminn virkar kannski vel fyrir þau sem hann virkar fyrir, en við hin þurfum að sætta okkur við brauðmola og of mörg lifa við fátækt, örbirgð og þjáningar. Svona þarf þetta ekki að vera. Betri heimur er ekki útópískur draumur úr vísindaskáldsögu heldur eitthvað sem er innan seilingar. En það þarf að berjast fyrir honum. Útrýming fátæktar er ekki bara eitthvað áhugamál sósíalista heldur eitt mikilvægasta réttlætismál samtímans og raunhæft pólitískt markmið, ef metnaður og vilji er fyrir því. Ekki hlusta á fólk sem reynir að sannfæra þig um annað. Höfundur er skólaliði, námsmaður og frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt. Við ólumst öll upp í þessu kapítalíska samfélagi og erum að vissu leyti forrituð til að sjá heiminn í gegnum þau gleraugu. Samkvæmt þeim búum við í samfélagi þar sem lífskjarabaráttan er samkeppni sem sumir tapa og aðrir vinna. Í þeim heimi þykir það ekkert óeðlilegt að sumir eigi meira en þeir munu nokkurn tímann þurfa á meðan aðra skortir grunnnauðsynjar. Fólk gengur jafnvel það langt að tala um þessa samfélagsmynd eins og náttúrulögmál, að svona þurfi hlutirnir einfaldlega að vera. Þetta á jafnvel við um fólk sem skilgreinir sig sem hluta af vinstri vængnum. Fólk vill lina þjáningar þeirra verst settu en hikar við að tala um grundvallarbreytingar á samfélaginu og forðast stóru spurningarnar, eins og af hverju fólk er fátækt til að byrja með. Mikilvægt er að tala ekki bara um fátækt á fræðilegum nótum. Við þurfum að tala um nákvæmlega hvað fátækt er og þau áhrif sem hún hefur á fólk og samfélög. Hlusta á reynslusögur fólks, til dæmis fólks sem hefur ekki efni á húsnæði, eða þarf reglulega að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Fátækt er ekki bara erfið og leiðinleg, hún er dauðadómur. Fólk sem upplifir efnahagslegan skort lifir erfiðari og styttri lífum. Fátækt er afleiðing pólitískra ákvarðana, ákvarðana stjórnmálafólks sem þjónar auðvaldinu en ekki almenningi. Sósíalistaflokkurinn er með metnaðarfulla áætlun til að útrýma fátækt á Íslandi. Það segir sig sjálft að enginn ætti að upplifa skort í ríku landi. Þetta eru ekki draumórar heldur pólitísk stefnumál, sem snúast meðal annars um að byggja upp réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Það sem þarf er að fólk með völd í samfélaginu sé tilbúið í að nota þau völd til að efla stöðu þeirra verst settu en ekki bara sína og vina sinna. Sósíalistaflokkurinn vill efla verkalýðinn á kostnað auðvaldsins. Auðvaldið sér fátækt fólk sem vandamál, en sér ekkert að því að það sé fátækt. Réttara sagt er þeim mjög annt um að halda því í fátækt, því auðvaldið getur bara viðhaldið sinni stöðu með því að halda áfram að arðræna verkalýðinn. Ég er sósíalisti. Ég gekk í sósíalistaflokkinn og fór í framboð því ég vildi taka þátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi, samfélagi sem virkar fyrir okkur öll en ekki bara örfá á toppnum. Það tel ég okkur ekki hafa núna, samfélag gegnumsýrt af ójöfnuði og stéttaskiptingu verður seint kallað réttlátt. Kapítalisminn virkar kannski vel fyrir þau sem hann virkar fyrir, en við hin þurfum að sætta okkur við brauðmola og of mörg lifa við fátækt, örbirgð og þjáningar. Svona þarf þetta ekki að vera. Betri heimur er ekki útópískur draumur úr vísindaskáldsögu heldur eitthvað sem er innan seilingar. En það þarf að berjast fyrir honum. Útrýming fátæktar er ekki bara eitthvað áhugamál sósíalista heldur eitt mikilvægasta réttlætismál samtímans og raunhæft pólitískt markmið, ef metnaður og vilji er fyrir því. Ekki hlusta á fólk sem reynir að sannfæra þig um annað. Höfundur er skólaliði, námsmaður og frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar