Segist ekki taka sálina hjá neinum en hann mun taka lappirnar undan þér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 08:00 Novak Djokovic mun þreyta þig þangað til þú getur ekki lengur staðið í lappirnar. Matthew Stockman/Getty Images Novak Djokovic er komin í átta manna úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Jenson Brooksby. Hann var í skemmtilegu viðtali eftir leik. Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021 Tennis Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021
Tennis Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira