Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 00:02 Elizabeth Holmes mætir í alríksdómshúsið í San José í Kaliforníu þegar kviðdómendur voru valdir í síðustu viku. AP/Nic Coury Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. Theranos og Holmes héldu því fram um árabil að ný og byltingarkennd tækni sem gerði mögulegt að gera blóðrannsóknir með aðeins einum blóðdropa væri á næsta leiti. Tæki á stærð við prentara gæti gert hundruð mismunandi rannsókna á blóðdropanum. Holmes talaði ítrekað um að tæknin ætti eftir að gera fólki kleift að fylgjast betur með heilsu sinni og bjarga mannslífum. Spilaborgin hrundi eftir röð uppljóstrana í Wall Street Journal um að tækni fyrirtækisins virkaði alls ekki. Greinar blaðsins leiddu til opinberrar rannsóknar á starfseminni. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 eftir að Holmes var ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga. AP-fréttastofan segir að hún gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm telji tólf manna kviðdómur hana seka. Laug um virkni tækisins og opinbera vottun Holmes flosnaði upp úr námi við Stanford-háskóla til þess að stofna Theranos þegar hún var aðeins nítján ára gömul árið 2003. Hástemmd loforð hennar um byltingu í blóðrannsóknum skutu Holmes upp á stjörnuhimininn. Í tímaritagreinum var henni lýst sem yngstu konunni til þess að verða milljarðamæringur af eigin rammleik og næsta Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes gekk jafnvel í svörtum rúllukragapeysum eins og Jobs og réði fyrrverandi starfsmenn Apple til að vinna við útlitshönnun á kraftaverkatækinu sem virkaði ekki. Tókst Holmes að fá fjölda áhrifamanna til að taka sæti í stjórn Theranos, þar á meðal Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og fleiri. Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch var á meðal þeirra sem fjárfestu í Theranos. Í ákærunni á hendur Holmes er henni gefið að sök að hafa logið að fjárfestum, þar á meðal um að Theranos þyrfti ekki leyfi frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna fyrir tækinu sem fyrirtækið þróaði. Hún er einnig sökuð um að hafa logið að sjúklingum um að blóðprufur sem voru gerðar á tæki Theranos væru nákvæmari en þær voru í raun og veru. Sumir þeirra fengu rangar niðurstöður úr blóðprufum hjá Theranos, þar á meðal um að krabbamein hefði tekið sig upp aftur og að þeir væru óléttir. Verjendur Holmes mættu með kassa fulla af skjölum þegar valið var í kviðdóminn fyrir rúmri viku.AP/Nic Coury Holmes hafi trúað eigin ýkjum Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við telja líklegt að verjendur Holmes muni reyna að halda því fram að hún hafi sjálf trúað því að tæknin virkaði eða væri að minnsta kosti nálægt því. Hún hafi þannig aldrei vísvitandi ætlað sér að blekkja neinn. Þá virðist ætlun þeirra að reyna að afla Holmes samúðar kviðdómendanna. Þeim nægir að skapa efa í huga eins tólfmenninganna til þess að skjólstæðingur þeirra komist undan dómi. Greinargerð sem verjendurnir skiluðu fyrr á þessu ári bendir til þess að Holmes ætli að halda því fram að Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og elskhugi Holmes til tíu ára, hafi beitt hana andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi fylgst með símtölum hennar, smáskilaboðum, tölvupóstum og samskiptum við fjölmiðla. Balwani hefur hafnað öllum slíkum ásökunum. Hann er einnig ákærður fyrir svik en mál þeirra voru aðskilin og réttað verður yfir honum síðar. Ekki er þó ljóst hvernig verjendur Holmes ætla að útskýra hæpnar fullyrðingar hennar um ágæti Theranos-tækninnar áður en Balwani kom að rekstri fyrirtækisins. Ramesh Sunny Balwani var nánasti samstarfsmaður Holmes um margra ára skeið. Þau voru einnig par en reyndu að halda því leyndu fyrir starfsfólki Theranos og fjárfestum.Vísir/Getty Telja líklegt að Holmes beri vitni Áætlað er að réttarhöldin yfir Holmes taki þrjár vikur en þau hefjast formlega með opnunarræðum lögmanna í dag, miðvikudag. Verjendur hennar hafa gefið sterklega í skyn að hún kunni að bera vitni. Lögspekingar telja að það gæti reynst tvíeggja sverð. Kviðdómendur gætu sýnt henni meðaumkun ef hún heldur því fram að hún hafi verið undir járnhæl Balwani þegar hún fullyrti hluti um Theranos-tækið sem stóðust ekki skoðun. Á hinn bóginn er hætta á að kviðdómendur snúist gegn henni telji þeir hana ekki trúverðuga. Framburður Holmes gæti einnig gefið saksóknurum tækifæri til að leggja fram frekari gögn gegn henni. Benjamin Brafman, einn þeirra lögmanna sem tengjast ekki málinu sem Reuters ræddi við, segir það lykilatriði að fjarlægja Holmes framburði sjúklinga sem báru skaða af röngum niðurstöðum sem þeir fengu frá Theranos. „Maður velur þær orrustur fyrir dómi sem maður á möguleika á að vinna. Besta leiðin til að takast á við virkilega hryllilegan vitnisburð er að láta réttarhöldin ekki snúast um hann,“ segir Brafman. Meinhæðnari gagnrýndur Holmes telja að það að hún hafi eignast sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári þrátt fyrir að hún sé mögulega á leið í fangelsi í mörg ár sé hluti af málsvörn hennar og eigi að koma henni í mjúkinn hjá kviðdómendunum. Erlend sakamál Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Theranos og Holmes héldu því fram um árabil að ný og byltingarkennd tækni sem gerði mögulegt að gera blóðrannsóknir með aðeins einum blóðdropa væri á næsta leiti. Tæki á stærð við prentara gæti gert hundruð mismunandi rannsókna á blóðdropanum. Holmes talaði ítrekað um að tæknin ætti eftir að gera fólki kleift að fylgjast betur með heilsu sinni og bjarga mannslífum. Spilaborgin hrundi eftir röð uppljóstrana í Wall Street Journal um að tækni fyrirtækisins virkaði alls ekki. Greinar blaðsins leiddu til opinberrar rannsóknar á starfseminni. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 eftir að Holmes var ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga. AP-fréttastofan segir að hún gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm telji tólf manna kviðdómur hana seka. Laug um virkni tækisins og opinbera vottun Holmes flosnaði upp úr námi við Stanford-háskóla til þess að stofna Theranos þegar hún var aðeins nítján ára gömul árið 2003. Hástemmd loforð hennar um byltingu í blóðrannsóknum skutu Holmes upp á stjörnuhimininn. Í tímaritagreinum var henni lýst sem yngstu konunni til þess að verða milljarðamæringur af eigin rammleik og næsta Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes gekk jafnvel í svörtum rúllukragapeysum eins og Jobs og réði fyrrverandi starfsmenn Apple til að vinna við útlitshönnun á kraftaverkatækinu sem virkaði ekki. Tókst Holmes að fá fjölda áhrifamanna til að taka sæti í stjórn Theranos, þar á meðal Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og fleiri. Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch var á meðal þeirra sem fjárfestu í Theranos. Í ákærunni á hendur Holmes er henni gefið að sök að hafa logið að fjárfestum, þar á meðal um að Theranos þyrfti ekki leyfi frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna fyrir tækinu sem fyrirtækið þróaði. Hún er einnig sökuð um að hafa logið að sjúklingum um að blóðprufur sem voru gerðar á tæki Theranos væru nákvæmari en þær voru í raun og veru. Sumir þeirra fengu rangar niðurstöður úr blóðprufum hjá Theranos, þar á meðal um að krabbamein hefði tekið sig upp aftur og að þeir væru óléttir. Verjendur Holmes mættu með kassa fulla af skjölum þegar valið var í kviðdóminn fyrir rúmri viku.AP/Nic Coury Holmes hafi trúað eigin ýkjum Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við telja líklegt að verjendur Holmes muni reyna að halda því fram að hún hafi sjálf trúað því að tæknin virkaði eða væri að minnsta kosti nálægt því. Hún hafi þannig aldrei vísvitandi ætlað sér að blekkja neinn. Þá virðist ætlun þeirra að reyna að afla Holmes samúðar kviðdómendanna. Þeim nægir að skapa efa í huga eins tólfmenninganna til þess að skjólstæðingur þeirra komist undan dómi. Greinargerð sem verjendurnir skiluðu fyrr á þessu ári bendir til þess að Holmes ætli að halda því fram að Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og elskhugi Holmes til tíu ára, hafi beitt hana andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi fylgst með símtölum hennar, smáskilaboðum, tölvupóstum og samskiptum við fjölmiðla. Balwani hefur hafnað öllum slíkum ásökunum. Hann er einnig ákærður fyrir svik en mál þeirra voru aðskilin og réttað verður yfir honum síðar. Ekki er þó ljóst hvernig verjendur Holmes ætla að útskýra hæpnar fullyrðingar hennar um ágæti Theranos-tækninnar áður en Balwani kom að rekstri fyrirtækisins. Ramesh Sunny Balwani var nánasti samstarfsmaður Holmes um margra ára skeið. Þau voru einnig par en reyndu að halda því leyndu fyrir starfsfólki Theranos og fjárfestum.Vísir/Getty Telja líklegt að Holmes beri vitni Áætlað er að réttarhöldin yfir Holmes taki þrjár vikur en þau hefjast formlega með opnunarræðum lögmanna í dag, miðvikudag. Verjendur hennar hafa gefið sterklega í skyn að hún kunni að bera vitni. Lögspekingar telja að það gæti reynst tvíeggja sverð. Kviðdómendur gætu sýnt henni meðaumkun ef hún heldur því fram að hún hafi verið undir járnhæl Balwani þegar hún fullyrti hluti um Theranos-tækið sem stóðust ekki skoðun. Á hinn bóginn er hætta á að kviðdómendur snúist gegn henni telji þeir hana ekki trúverðuga. Framburður Holmes gæti einnig gefið saksóknurum tækifæri til að leggja fram frekari gögn gegn henni. Benjamin Brafman, einn þeirra lögmanna sem tengjast ekki málinu sem Reuters ræddi við, segir það lykilatriði að fjarlægja Holmes framburði sjúklinga sem báru skaða af röngum niðurstöðum sem þeir fengu frá Theranos. „Maður velur þær orrustur fyrir dómi sem maður á möguleika á að vinna. Besta leiðin til að takast á við virkilega hryllilegan vitnisburð er að láta réttarhöldin ekki snúast um hann,“ segir Brafman. Meinhæðnari gagnrýndur Holmes telja að það að hún hafi eignast sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári þrátt fyrir að hún sé mögulega á leið í fangelsi í mörg ár sé hluti af málsvörn hennar og eigi að koma henni í mjúkinn hjá kviðdómendunum.
Erlend sakamál Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00
Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14
Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57