Fólk eins og við Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. september 2021 14:30 Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar