Skipta rekstrinum upp og flytja í ný dótturfélög Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 11:36 Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar Orkunnar. vísir/kolbeinn Tumi Stjórn Skeljungs hyggst skipta rekstrareiningum félagsins upp og flytja stærstan hluta þeirra í tvö ný dótturfélög. Breytingin er sögð liður í því að skerpa frekar á áherslum í rekstri Skeljungs. Starfsemi annars dótturfélagsins verður einkum á sviði þjónustu til einstaklinga svo sem rekstur þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfsalans og Lyfjavals, rekstri á Gló og ýmsum fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Brauð & Co ehf. og Wedo ehf. sem rekur Heimkaup. Starfsemi Skeljungs hf. muni í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta Starfsemi seinna félagsins mun fyrst og fremst snúa að sölu og þjónustu við fyrirtæki, dreifingu og innkaupum á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja. Þjónusta og sala til stórnotenda, í útgerð, flugi og verktöku verður einnig hluti af starfsemi sama félags ásamt fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Íslenska Vetnisfélaginu ehf., EAK ehf. og fleiri tengdum félögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi sem verður móðurfélag ofangreindra rekstrarfélaga. Munu verkefni Skeljungs í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta í rekstrarfélögum, auk annarra fjárfestinga eftir atvikum. Ráðgert er að Skeljungur hf. verði áfram skráð félag á markaði. Fjárfestahópurinn Strengur, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, eignaðist tæpan meirihluta hlutafjár í Skeljungi í fyrra. Fjárfestarnir höfðu áður gefið út að þeir vildu afskrá Skeljung af markaði. Boða til hluthafafundar Nýverið tilkynnti stjórn Skeljungs að hún hafi hafið einkaviðræður við kaupendahóp vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Magn. Þá stendur til að setja mikinn fjölda fasteigna Skeljungs í formlegt söluferli. Stjórnin hyggst boða til hluthafafundar í félaginu þar sem heimild til sölu á P/F Magn og uppskiptingu rekstrar Skeljung verður meðal annars tekin fyrir. „Þessar breytingar eru afrakstur vinnu við mótun nýrrar stefnu félagsins um að sækja fram og nýta tækifæri á markaðnum til sóknar. Við teljum stofnun þessara dótturfélaga vera mikilvægan þátt í að skerpa áherslur þeirra tækifæra sem félagið býr yfir,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bensín og olía Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Starfsemi annars dótturfélagsins verður einkum á sviði þjónustu til einstaklinga svo sem rekstur þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfsalans og Lyfjavals, rekstri á Gló og ýmsum fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Brauð & Co ehf. og Wedo ehf. sem rekur Heimkaup. Starfsemi Skeljungs hf. muni í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta Starfsemi seinna félagsins mun fyrst og fremst snúa að sölu og þjónustu við fyrirtæki, dreifingu og innkaupum á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja. Þjónusta og sala til stórnotenda, í útgerð, flugi og verktöku verður einnig hluti af starfsemi sama félags ásamt fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Íslenska Vetnisfélaginu ehf., EAK ehf. og fleiri tengdum félögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi sem verður móðurfélag ofangreindra rekstrarfélaga. Munu verkefni Skeljungs í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta í rekstrarfélögum, auk annarra fjárfestinga eftir atvikum. Ráðgert er að Skeljungur hf. verði áfram skráð félag á markaði. Fjárfestahópurinn Strengur, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, eignaðist tæpan meirihluta hlutafjár í Skeljungi í fyrra. Fjárfestarnir höfðu áður gefið út að þeir vildu afskrá Skeljung af markaði. Boða til hluthafafundar Nýverið tilkynnti stjórn Skeljungs að hún hafi hafið einkaviðræður við kaupendahóp vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Magn. Þá stendur til að setja mikinn fjölda fasteigna Skeljungs í formlegt söluferli. Stjórnin hyggst boða til hluthafafundar í félaginu þar sem heimild til sölu á P/F Magn og uppskiptingu rekstrar Skeljung verður meðal annars tekin fyrir. „Þessar breytingar eru afrakstur vinnu við mótun nýrrar stefnu félagsins um að sækja fram og nýta tækifæri á markaðnum til sóknar. Við teljum stofnun þessara dótturfélaga vera mikilvægan þátt í að skerpa áherslur þeirra tækifæra sem félagið býr yfir,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bensín og olía Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59
Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13
Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49