Handtekinn með sveðju og byssusting nálægt þinghúsinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 23:11 Mynd innan úr bíl Craigheads, þar sem meðal annars var að finna stóra sveðju. Lögreglan í Washington D.C. Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna handtók í dag mann sem var með fjölda hnífa í bíl sínum. Hann var með ýmis pólitísk tákn máluð á bíl sinn, sem sum teljast til haturstákna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn, hinn 44 ára gamli Donald Craighead frá Kaliforníuríki, hafi verið stöðvaður af lögreglu skammt frá þinghúsinu í Washington D.C. Hann hafi verið stoppaður þar sem lögreglan hefði tekið eftir fjölda öfgatákna utan á bíl hans. Þar á meðal voru hakakrossar. Hann hafi þá tjáð lögreglu að hann væri í „eftirlitsferð,“ auk þess sem hann ræddi við lögreglu um hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna. Lögregla hafi þá tekið eftir því að í bíl Craigheads hafi verið að finna fjöldan allan af hnífum. Þeirra á meðal voru byssustingur og sveðja, sem teljast til ólöglegra vopna í Washington D.C. Þá var bíllinn ekki á númerum, heldur var búið að mála bandaríska fánann þar sem skráningarnúmer bílsins átti að vera. Craighead var þegar í stað ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð, en samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvort hann sé kominn með lögmann eða hvort hann ætli að gangast við ákærunni. USCP Officers Arrest California Man with Bayonet & Machete: https://t.co/0mhsoOC8vX pic.twitter.com/9SR1NXsJV6— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) September 13, 2021 Búa sig undir samstöðufund vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglan í Washington-borg undirbýr sig nú undir fjöldafund sem ber yfirskriftina „Réttlæti fyrir J6“ (e. Justice for J6). Markmið fundarins er að sýna þeim stuðning sem voru handtekin eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári. Fundurinn er á dagskrá 18. september næstkomandi og óttast yfirvöld að til ofbeldis geti komið, líkt og í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Girðingar verða settar niður umhverfis þinghúsið í varúðarskyni. Hreyfingin að baki hins fyrirhugaða fundar heitir Look Ahead America og er stýrt af Matt Braynard, sem var einn af forvígismönnum kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Hann hefur hvatt þau sem ætla að mæta á fundinn til þess að haga sér vel og tilkynna allt mögulegt ofbeldi til yfirvalda. Lögreglan segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort Craighead hafði ætlað sér að mæta á fundinn eða hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldi í Washington D.C. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn, hinn 44 ára gamli Donald Craighead frá Kaliforníuríki, hafi verið stöðvaður af lögreglu skammt frá þinghúsinu í Washington D.C. Hann hafi verið stoppaður þar sem lögreglan hefði tekið eftir fjölda öfgatákna utan á bíl hans. Þar á meðal voru hakakrossar. Hann hafi þá tjáð lögreglu að hann væri í „eftirlitsferð,“ auk þess sem hann ræddi við lögreglu um hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna. Lögregla hafi þá tekið eftir því að í bíl Craigheads hafi verið að finna fjöldan allan af hnífum. Þeirra á meðal voru byssustingur og sveðja, sem teljast til ólöglegra vopna í Washington D.C. Þá var bíllinn ekki á númerum, heldur var búið að mála bandaríska fánann þar sem skráningarnúmer bílsins átti að vera. Craighead var þegar í stað ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð, en samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvort hann sé kominn með lögmann eða hvort hann ætli að gangast við ákærunni. USCP Officers Arrest California Man with Bayonet & Machete: https://t.co/0mhsoOC8vX pic.twitter.com/9SR1NXsJV6— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) September 13, 2021 Búa sig undir samstöðufund vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglan í Washington-borg undirbýr sig nú undir fjöldafund sem ber yfirskriftina „Réttlæti fyrir J6“ (e. Justice for J6). Markmið fundarins er að sýna þeim stuðning sem voru handtekin eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári. Fundurinn er á dagskrá 18. september næstkomandi og óttast yfirvöld að til ofbeldis geti komið, líkt og í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Girðingar verða settar niður umhverfis þinghúsið í varúðarskyni. Hreyfingin að baki hins fyrirhugaða fundar heitir Look Ahead America og er stýrt af Matt Braynard, sem var einn af forvígismönnum kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Hann hefur hvatt þau sem ætla að mæta á fundinn til þess að haga sér vel og tilkynna allt mögulegt ofbeldi til yfirvalda. Lögreglan segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort Craighead hafði ætlað sér að mæta á fundinn eða hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldi í Washington D.C.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira