Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. september 2021 08:31 Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka. Það blasir við í íslensku samfélagi að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni færir þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra er of sterk gagnvart stjórnvöldum eins og dæmin sanna. Völd þeirra og áhrif geta verið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála unnið gegn almannahag. Oft er talað um að það þurfi að fara sáttarleið í sjávarútvegi. En við hverja á að gera sáttmála? Stórútgerðina eða þjóðina? Þeir sem fá nýtingarréttinn á auðlind þjóðarinnar fyrir slikk munu ekki samþykkja með sátt að láta forréttindin frá sér. Það er hitt sem skiptir máli og er áríðandi: að þjóðin verði sátt við meðferðina á sinni dýrmætu auðlind. Í ágúst síðastliðnum var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið Þjóðareign. Þar var spurt um hvort fólk styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% andvígir slíkri kerfisbreytingu. Og krafan er skýr um sterkt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Þar liggur heil þjóðaratkvæðagreiðsla að baki með skýra niðurstöðu. Stefna Samfylkingarinnar Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það gegnsærra og réttlátara. Að bjóða út hæfilegan hluta kvótans ár hvert, fá fullt verð fyrir auðlindina og gefa möguleika á nýliðun. Á meðan slíkt er undirbúið ætti strax að hækka veiðigjöld á 20 stærstu útgerðirnar sem fara með 70% kvótans. Um leið þarf að skýra lagagreinar sem eiga að vinna gegn samþjöppun og að þeir stóru verði stærri og þeir geti farið í kringum lögin. Núverandi fyrirkomulag á úthlutunum aflaheimilda er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn safnast á æ færri hendur, erfist og helst innan fjölskyldna. Stórútgerðirnar mala gull, verða alltof valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Auðurinn verður óheilbrigt afl í samfélaginu. Við þetta bætist að eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er veikburða. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lögin eru óskýr og gölluð. Ekkert jafnræði er á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Pólitískur vilji er það eina sem þarf til að breyta kerfinu og fara að vilja meirihluta þjóðarinnar Við í Samfylkingunni ætlum að breyta kerfinu og efla eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Það er komið nóg af rótgrónu dekri við sérhagsmunaöflin. Það er komið að almenningi. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Sjá meira
Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka. Það blasir við í íslensku samfélagi að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni færir þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra er of sterk gagnvart stjórnvöldum eins og dæmin sanna. Völd þeirra og áhrif geta verið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála unnið gegn almannahag. Oft er talað um að það þurfi að fara sáttarleið í sjávarútvegi. En við hverja á að gera sáttmála? Stórútgerðina eða þjóðina? Þeir sem fá nýtingarréttinn á auðlind þjóðarinnar fyrir slikk munu ekki samþykkja með sátt að láta forréttindin frá sér. Það er hitt sem skiptir máli og er áríðandi: að þjóðin verði sátt við meðferðina á sinni dýrmætu auðlind. Í ágúst síðastliðnum var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið Þjóðareign. Þar var spurt um hvort fólk styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% andvígir slíkri kerfisbreytingu. Og krafan er skýr um sterkt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Þar liggur heil þjóðaratkvæðagreiðsla að baki með skýra niðurstöðu. Stefna Samfylkingarinnar Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það gegnsærra og réttlátara. Að bjóða út hæfilegan hluta kvótans ár hvert, fá fullt verð fyrir auðlindina og gefa möguleika á nýliðun. Á meðan slíkt er undirbúið ætti strax að hækka veiðigjöld á 20 stærstu útgerðirnar sem fara með 70% kvótans. Um leið þarf að skýra lagagreinar sem eiga að vinna gegn samþjöppun og að þeir stóru verði stærri og þeir geti farið í kringum lögin. Núverandi fyrirkomulag á úthlutunum aflaheimilda er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn safnast á æ færri hendur, erfist og helst innan fjölskyldna. Stórútgerðirnar mala gull, verða alltof valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Auðurinn verður óheilbrigt afl í samfélaginu. Við þetta bætist að eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er veikburða. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lögin eru óskýr og gölluð. Ekkert jafnræði er á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Pólitískur vilji er það eina sem þarf til að breyta kerfinu og fara að vilja meirihluta þjóðarinnar Við í Samfylkingunni ætlum að breyta kerfinu og efla eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Það er komið nóg af rótgrónu dekri við sérhagsmunaöflin. Það er komið að almenningi. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun