Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu smellir kossi á verðlaunagripinn eftir að hafa unnið US Open. Getty/Al Bello Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við. Tennis Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Raducanu þurfti að fara í gegnum undankeppni til að fá að keppa á mótinu enda var hún aðeins í 150. sæti heimslistans fyrir tveimur vikum. Hún er sú fyrsta í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa farið í gegnum undankeppni fyrst. Raducanu tapaði ekki einu einasta setti á mótinu og vann hina 19 ára gömlu Leyluh Fernandez í úrslitaleiknum um helgina, 6-4 og 6-3. Í grein BBC um Raducanu segir að þrátt fyrir svo skjótan og stórkostlegan árangur, með tilheyrandi athygli og stórum auglýsingaskiltum á götum New York, hafi hún verið yfirveguð og notið sín vel, til að mynda í vinsælustu morgunsjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Emma Raducanu (@emmaraducanu) Í þættinum Good Morning America á ABC var hún spurð út í það hvernig hún hefði getað sýnt þá miklu seiglu sem skilaði titlinum um helgina, og minntist þá á foreldra sína: „Frá því að ég var lítil hefur það verið hluti af uppeldinu að ég öðlist andlegan styrk. Foreldrar mínir eiga risastóran þátt í því. Þau voru nokkuð ströng við mig þegar ég var lítil og það mótaði leiðina fyrir mig. Ég held að þetta hjálpi mér núna þegar ég þarf á því að halda, á stærsta sviði heimsins,“ sagði Raducanu. Móðir hennar er hin kínverska Renee og faðir hennar er Rúmeninn Ian. Hún sagði þau vera sína hörðustu gagnrýnendur og að „mjög erfitt“ væri að gleðja þau. „En ég náði því með þessum,“ grínaðist Raducanu og vísaði í meistaratitilinn. „Það var mjög gott að tala við þau eftir að ég vann. Þau voru bara svo glöð og stolt af mér,“ bætti hún við.
Tennis Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira