Að læra að kenna Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Elín H. Hinriksdóttir skrifa 16. september 2021 07:01 Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun