Landtenging Hafnarfjarðarhafnar, framarlega í orkuskiptum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 16. september 2021 15:30 Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar