Klikkaða líf! Elín Fanndal skrifar 16. september 2021 20:01 Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði. Eftir að ég hóf að starfa með geðfötluðum hefur mér orðið æ ljósara hversu skelfilegir geðsjúkdómar geta verið og hve heilbrigðiskerfi okkar bregst illilega alvarlega geðsjúkum einstaklingum. Af tillitssemi við skjólstæðinga mína og vegna persónuverndar fer ég að sjálfsögðu ekki út í persónuleg málefni en get þó sagt það að það kjör þeirra og aðbúnaður eru meðal annars ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins. Geðfatlaðir eru oftast einangraðir frá samfélaginu og sjá jafnvel sjaldan ættingja og vini sem hafa dregið sig í hlé, andlega búnir á því eftir áralanga erfiðleika varðandi samskipti við þessa ástvini sína. Hvergi öruggt athvarf Sé fólk alvarlega geðveikt er heilbrigðiskerfið að mörgu leyti úrræðalaust og þá skoppar viðkomandi eins og jójó á milli búsetu sinnar og bráðageðdeildar. Sorglegt en því miður satt! Alvarlega geðfatlaðir virðast ekki eiga sinn rétt til fastrar og öruggrar búsetu þar sem fagfólk heldur utan um þá þegar sjúkdómurinn herjar á og tekur reglulega öll völd. Þetta fólk mætir afgangi varðandi þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga sér öruggt skjól. Ég veit dæmi þess að geðfatlaðir búi þar sem ekki er nein leið að þjónusta þá með þeim sóma sem þeim ber sem þjóðfélagsþegnar í þessu landi. Þjóðfélagsþegnar sem völdu sér ekki þetta hlutskipti í lífinu! Húsnæði og aðbúnaður bíður ekki upp á það að sinna grunnþörfum þeirra svo að vel sé, þótt starfsfólk geri allt sem í valdi þess stendur til að láta þessum einstaklingum líða eins vel og kostur er. Þetta fólk á ekki sinn fasta samastað. Þessir einstaklingar eiga sér ekki öruggt athvarf þar sem ástæðulaust er að óttast að lögregla og sjúkrabíll komi og færi þá nauðuga á bráðageðdeild. Þar bíður þeirra innilokun um óákveðinn tíma eða þar til sjúkdómurinn linar heljartökin í bili og viðkomandi einstaklingur er ekki lengur hættulegur sjálfum þér og öðrum. Vítahringur sem þarf að rjúfa Geðsjúkdómar er oftast langvinnir og geta verið bæði illvígir og miskunnalausir. Rétt eins og stundarglas sem er reglulega snúið og þá hefst aftur og aftur svipuð atburðarás. Viðkomandi einstaklingur hleður upp spennu og ranghugmyndum sem svo að lokum taka öll völd. Þá mætir lögregla og sjúkrabíll til að fjarlægja hann út úr aðstæðum og svo er brunað á bráðageðdeildina. Enginn kýs sér að verða geðfatlaður en lífið er ófyrirsjáanlegt og hvert og eitt okkar getur misst geðheilsu án þess að fá nokkru um það ráðið. Alvarlega geðfatlaðir búa við öryggisleysi sem gerir sjúkdóm þeirra enn ill viðráðanlegri. Það er dýrara fyrir alla að kalla margoft á ári út sjúkrabíl og lögreglu ásamt ótímabundinni innilokun á bráðageðdeild. Þar að auki erum við að brjóta alvarlega á þessu fólki með þessum aðgerðum. Ég myndi vilja sjá hlýlegt heimili fyrir þetta fólk, þar sem fagfólk er alltaf til staðar og mætir þörfum íbúa eftir því hvar þeir eru staddir í ferli geðsjúkdóms síns. Þarna þarf að vera sólahrings þjónusta og öll hjálpartæki sem þarf til daglegrar umönnunar. Iðju- og sjúkra þjálfarar mæti reglulega inn á heimilin. Félagsleg afþreying og líkamsrækt sé í boði heima, fyrir þau sem það kjósa. Með þessu rjúfum við vítahring. Þetta er fólk eins og þú og ég! Fólk sem á tilkall til sjálfsagðra mannréttinda eins og við hin sem teljumst falla í normið. Ekki satt? Kjósum Flokk fólksins, fyrir fólkið í landinu. Allt fólk í landinu! Kveðja Elín Fanndal, frambjóðandi í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Suðurlandskjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði. Eftir að ég hóf að starfa með geðfötluðum hefur mér orðið æ ljósara hversu skelfilegir geðsjúkdómar geta verið og hve heilbrigðiskerfi okkar bregst illilega alvarlega geðsjúkum einstaklingum. Af tillitssemi við skjólstæðinga mína og vegna persónuverndar fer ég að sjálfsögðu ekki út í persónuleg málefni en get þó sagt það að það kjör þeirra og aðbúnaður eru meðal annars ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins. Geðfatlaðir eru oftast einangraðir frá samfélaginu og sjá jafnvel sjaldan ættingja og vini sem hafa dregið sig í hlé, andlega búnir á því eftir áralanga erfiðleika varðandi samskipti við þessa ástvini sína. Hvergi öruggt athvarf Sé fólk alvarlega geðveikt er heilbrigðiskerfið að mörgu leyti úrræðalaust og þá skoppar viðkomandi eins og jójó á milli búsetu sinnar og bráðageðdeildar. Sorglegt en því miður satt! Alvarlega geðfatlaðir virðast ekki eiga sinn rétt til fastrar og öruggrar búsetu þar sem fagfólk heldur utan um þá þegar sjúkdómurinn herjar á og tekur reglulega öll völd. Þetta fólk mætir afgangi varðandi þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga sér öruggt skjól. Ég veit dæmi þess að geðfatlaðir búi þar sem ekki er nein leið að þjónusta þá með þeim sóma sem þeim ber sem þjóðfélagsþegnar í þessu landi. Þjóðfélagsþegnar sem völdu sér ekki þetta hlutskipti í lífinu! Húsnæði og aðbúnaður bíður ekki upp á það að sinna grunnþörfum þeirra svo að vel sé, þótt starfsfólk geri allt sem í valdi þess stendur til að láta þessum einstaklingum líða eins vel og kostur er. Þetta fólk á ekki sinn fasta samastað. Þessir einstaklingar eiga sér ekki öruggt athvarf þar sem ástæðulaust er að óttast að lögregla og sjúkrabíll komi og færi þá nauðuga á bráðageðdeild. Þar bíður þeirra innilokun um óákveðinn tíma eða þar til sjúkdómurinn linar heljartökin í bili og viðkomandi einstaklingur er ekki lengur hættulegur sjálfum þér og öðrum. Vítahringur sem þarf að rjúfa Geðsjúkdómar er oftast langvinnir og geta verið bæði illvígir og miskunnalausir. Rétt eins og stundarglas sem er reglulega snúið og þá hefst aftur og aftur svipuð atburðarás. Viðkomandi einstaklingur hleður upp spennu og ranghugmyndum sem svo að lokum taka öll völd. Þá mætir lögregla og sjúkrabíll til að fjarlægja hann út úr aðstæðum og svo er brunað á bráðageðdeildina. Enginn kýs sér að verða geðfatlaður en lífið er ófyrirsjáanlegt og hvert og eitt okkar getur misst geðheilsu án þess að fá nokkru um það ráðið. Alvarlega geðfatlaðir búa við öryggisleysi sem gerir sjúkdóm þeirra enn ill viðráðanlegri. Það er dýrara fyrir alla að kalla margoft á ári út sjúkrabíl og lögreglu ásamt ótímabundinni innilokun á bráðageðdeild. Þar að auki erum við að brjóta alvarlega á þessu fólki með þessum aðgerðum. Ég myndi vilja sjá hlýlegt heimili fyrir þetta fólk, þar sem fagfólk er alltaf til staðar og mætir þörfum íbúa eftir því hvar þeir eru staddir í ferli geðsjúkdóms síns. Þarna þarf að vera sólahrings þjónusta og öll hjálpartæki sem þarf til daglegrar umönnunar. Iðju- og sjúkra þjálfarar mæti reglulega inn á heimilin. Félagsleg afþreying og líkamsrækt sé í boði heima, fyrir þau sem það kjósa. Með þessu rjúfum við vítahring. Þetta er fólk eins og þú og ég! Fólk sem á tilkall til sjálfsagðra mannréttinda eins og við hin sem teljumst falla í normið. Ekki satt? Kjósum Flokk fólksins, fyrir fólkið í landinu. Allt fólk í landinu! Kveðja Elín Fanndal, frambjóðandi í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Suðurlandskjördæmi
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun