Þegar við gáfum ráðherra hugmyndirnar okkar Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. september 2021 15:16 Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Þegar frumvarp umhverfisráðherra var loksins lagt fram eftir dúk og disk var augljóst að það voru heilmiklir meingallar á því. Settar voru miklar skorður á ferðafrelsi en ekkert gert í gríðarlegum umhverfisspjöllum sem fylgja því að virkja hálft hálendið. Þetta var hreinlega röng ákvörðun, enda kom fljótt í ljós að litlar sem engar líkur yrðu til þess að málið færi í gegn. Andstaðan varð mjög hratt mjög mikil, og ljóst að óánægjan var í öllum fylkingum. Greinilegt var að ráðherra hafði látið í minnipokann fyrir virkjunarsinnum á Íslandi, en lagt þeim mun meiri áherslu að drottna yfir ferðafrelsi fólks og reyndar yfir öllum málefnum sem snerta þjóðgarðinn. Nema þegar kemur að virkjunum. Við Píratar fórum strax í að reyna finna leiðir til að breyta frumvarpi umhverfisráðherra á veg sem myndi bæta úr þessum stóru göllum. Og til að reyna að fá þessar tillögur fram gerðum við eitthvað sem er kannski ekki algengt í stjórnmálum, við gáfum umhverfisráðherra tillögurnar okkar. Af hverju? Jú, vegna þess að það er sorgleg staðreynd íslenskra stjórnmála að hjá ríkisstjórnarflokkunum skiptir oft meira máli hvaðan tillögur koma en hvert innihald þeirra er. Við töldum því meiri líkur á því að ná breytingunum fram ef þær kæmu frá ráðherra en frá flokki í stjórnarandstöðu. Því miður gerði ráðherra ekkert með tillögur okkar. Og hverjar eru þessar tillögur? Kíkjum á það helsta: Stjórnunar- og verndaráætlun Við gerð stjórnunar- og verndaráætlanna bar, samkvæmt frumvarpi, að hafa samráð við hagsmunaaðila á hverju svæði. Við tókum út orðin „á svæðinu“ svo skylt yrði að leita samráðs við hagsmunaaðila á landsvísu (Landvernd, F4x4, o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að þessir aðilar fái að koma með sín sjónarmið að borðinu, því verndaráætlanir á einu svæði þjóðgarðsins geta haft áhrif á öll hin svæðin. Dvöl, umgengni og umferð um Hálendisþjóðgarð 18. grein frumvarpsins fjallar mikið um boð og bönn. Þar strikuðum við yfir heimildir ráðherra til að setja almenna reglugerð um umferð, sem og reglugerðarheimild um akstur vélknúinna ökutækja. Einnig hentum við reglugerðarheimild varðandi flug og flygildi og reglugerðarheimild um notkun vega á einstaka árstíðum og álíka. Við skyldum þó eftir heimild ráðherra til að loka fyrir umferð tímabundið ef landsvæði eða lífríki liggi undir skemmdum. Þessi heimild er nægileg fyrir ráðherra til að vernda þjóðgarðinn, en krefst þess að rök séu færð fyrir hverju banni. Að öðru leyti er bannað að aka utan vega innan þjóðgarðsins, eins og reyndar alls staðar. Leyfisveitingar Við breyttum ákvæðum 21. greinar frumvarpsins á þann veg að það séu viðkomandi sveitarstjórnir sem veiti leyfi til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðgarðsins. Þessi nýting getur þó aldrei farið gegn ítarlegum markmiðum sem eiga að nást með friðlýsingu þjóðgarðarins. Þannig er sveitarstjórnum og heimamönnum treyst fyrir náttúruvernd í stað þess svipta þá ákvörðunarvaldi. Orkunýting 23. grein fjallar um orkunýtingu. Við bættum við þá grein skyldu á ráðherra að leita samráðs við hagsmunaaðila þegar hann skilgreinir svokölluð jaðarsvæði þjóðgarðarins. Svo einfaldlega tókum við út með öllu allt tal um að virkjanakostir í biðflokki rammaáætlunar gætu mögulega verið virkjaðir. Píratar eru á móti frekari virkjunum á miðhálendi Íslands, enda er mjög erfitt að sjá hvernig risastórar stíflur, uppistöðulón, veituskurðir og tengivirki samræmist markmiðum þjóðgarðarins. Sektir Við auðvitað fjarlægðum úr frumvarpinu fullt af sektarheimildum sem voru í kaflanum um umferð og dvöl í þjóðgarðinum. Til að sýna fram á mikilvægi þjóðgarðarins lögðum við hins vegar til breytingu á lögum um náttúruvernd þess efnis að sektir við brotum á akstri utan vega væru tvöfaldaðar ef brotið ætti sér stað innan þjóðgarðar. Með þessu teljum við Píratar að hægt væri að sætta sjónarmið flestra þeirra sem málið varðar. Ábyrg ferðamennska fær að vera óáreitt svo lengi sem reglum er fylgt, engar frekari virkjanir munu rífa upp ósnerta náttúru og sveitarfélög hafa enn skipulagsvald yfir öllu sveitarfélaginu, en þó eingöngu ef slíkt samræmist markmiðum friðlýsingar. Markmið frumvarpsins um hálendisþjóðgarð var göfugt. Vernd náttúru, veita almenningi tækifæri til að kynnast og njóta náttúru, stuðla að útivist og efla samfélag í nágrenni þjóðgarðarins. Endalaus boð og bönn og takmarkanir á ferðafrelsi ná þessum markmiðum aldrei fram. Þess vegna vildum við ábyrgt ferðafrelsi, þess vegna vildum við að ráðherra þyrfti að rökstyðja allar takmarkanir á ferð um þjóðgarðinn. Og þess vegna viljum við banna virkjanir á hálendi Íslands. Náttúran og samfélagið á betra skilið. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Þegar frumvarp umhverfisráðherra var loksins lagt fram eftir dúk og disk var augljóst að það voru heilmiklir meingallar á því. Settar voru miklar skorður á ferðafrelsi en ekkert gert í gríðarlegum umhverfisspjöllum sem fylgja því að virkja hálft hálendið. Þetta var hreinlega röng ákvörðun, enda kom fljótt í ljós að litlar sem engar líkur yrðu til þess að málið færi í gegn. Andstaðan varð mjög hratt mjög mikil, og ljóst að óánægjan var í öllum fylkingum. Greinilegt var að ráðherra hafði látið í minnipokann fyrir virkjunarsinnum á Íslandi, en lagt þeim mun meiri áherslu að drottna yfir ferðafrelsi fólks og reyndar yfir öllum málefnum sem snerta þjóðgarðinn. Nema þegar kemur að virkjunum. Við Píratar fórum strax í að reyna finna leiðir til að breyta frumvarpi umhverfisráðherra á veg sem myndi bæta úr þessum stóru göllum. Og til að reyna að fá þessar tillögur fram gerðum við eitthvað sem er kannski ekki algengt í stjórnmálum, við gáfum umhverfisráðherra tillögurnar okkar. Af hverju? Jú, vegna þess að það er sorgleg staðreynd íslenskra stjórnmála að hjá ríkisstjórnarflokkunum skiptir oft meira máli hvaðan tillögur koma en hvert innihald þeirra er. Við töldum því meiri líkur á því að ná breytingunum fram ef þær kæmu frá ráðherra en frá flokki í stjórnarandstöðu. Því miður gerði ráðherra ekkert með tillögur okkar. Og hverjar eru þessar tillögur? Kíkjum á það helsta: Stjórnunar- og verndaráætlun Við gerð stjórnunar- og verndaráætlanna bar, samkvæmt frumvarpi, að hafa samráð við hagsmunaaðila á hverju svæði. Við tókum út orðin „á svæðinu“ svo skylt yrði að leita samráðs við hagsmunaaðila á landsvísu (Landvernd, F4x4, o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að þessir aðilar fái að koma með sín sjónarmið að borðinu, því verndaráætlanir á einu svæði þjóðgarðsins geta haft áhrif á öll hin svæðin. Dvöl, umgengni og umferð um Hálendisþjóðgarð 18. grein frumvarpsins fjallar mikið um boð og bönn. Þar strikuðum við yfir heimildir ráðherra til að setja almenna reglugerð um umferð, sem og reglugerðarheimild um akstur vélknúinna ökutækja. Einnig hentum við reglugerðarheimild varðandi flug og flygildi og reglugerðarheimild um notkun vega á einstaka árstíðum og álíka. Við skyldum þó eftir heimild ráðherra til að loka fyrir umferð tímabundið ef landsvæði eða lífríki liggi undir skemmdum. Þessi heimild er nægileg fyrir ráðherra til að vernda þjóðgarðinn, en krefst þess að rök séu færð fyrir hverju banni. Að öðru leyti er bannað að aka utan vega innan þjóðgarðsins, eins og reyndar alls staðar. Leyfisveitingar Við breyttum ákvæðum 21. greinar frumvarpsins á þann veg að það séu viðkomandi sveitarstjórnir sem veiti leyfi til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðgarðsins. Þessi nýting getur þó aldrei farið gegn ítarlegum markmiðum sem eiga að nást með friðlýsingu þjóðgarðarins. Þannig er sveitarstjórnum og heimamönnum treyst fyrir náttúruvernd í stað þess svipta þá ákvörðunarvaldi. Orkunýting 23. grein fjallar um orkunýtingu. Við bættum við þá grein skyldu á ráðherra að leita samráðs við hagsmunaaðila þegar hann skilgreinir svokölluð jaðarsvæði þjóðgarðarins. Svo einfaldlega tókum við út með öllu allt tal um að virkjanakostir í biðflokki rammaáætlunar gætu mögulega verið virkjaðir. Píratar eru á móti frekari virkjunum á miðhálendi Íslands, enda er mjög erfitt að sjá hvernig risastórar stíflur, uppistöðulón, veituskurðir og tengivirki samræmist markmiðum þjóðgarðarins. Sektir Við auðvitað fjarlægðum úr frumvarpinu fullt af sektarheimildum sem voru í kaflanum um umferð og dvöl í þjóðgarðinum. Til að sýna fram á mikilvægi þjóðgarðarins lögðum við hins vegar til breytingu á lögum um náttúruvernd þess efnis að sektir við brotum á akstri utan vega væru tvöfaldaðar ef brotið ætti sér stað innan þjóðgarðar. Með þessu teljum við Píratar að hægt væri að sætta sjónarmið flestra þeirra sem málið varðar. Ábyrg ferðamennska fær að vera óáreitt svo lengi sem reglum er fylgt, engar frekari virkjanir munu rífa upp ósnerta náttúru og sveitarfélög hafa enn skipulagsvald yfir öllu sveitarfélaginu, en þó eingöngu ef slíkt samræmist markmiðum friðlýsingar. Markmið frumvarpsins um hálendisþjóðgarð var göfugt. Vernd náttúru, veita almenningi tækifæri til að kynnast og njóta náttúru, stuðla að útivist og efla samfélag í nágrenni þjóðgarðarins. Endalaus boð og bönn og takmarkanir á ferðafrelsi ná þessum markmiðum aldrei fram. Þess vegna vildum við ábyrgt ferðafrelsi, þess vegna vildum við að ráðherra þyrfti að rökstyðja allar takmarkanir á ferð um þjóðgarðinn. Og þess vegna viljum við banna virkjanir á hálendi Íslands. Náttúran og samfélagið á betra skilið. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar