Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2021 16:50 Um átta þúsund gestir koma árlega í heimsókn til Bessastaða og stundum þarf að veita þar vín. Engin grunur er um misnotkun hvað varðar að starfsmaður hafi seilst eftir flösku hér og flösku þar til eigin nota. Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið. Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“ Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“
Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira