Rökræðum staðreyndir um skattkerfið en ekki afbakaðar staðhæfingar Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. september 2021 08:31 Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun