Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2021 22:50 Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent