Tuttugu aðgerðir - Ekkert kjaftæði Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2021 20:00 Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru. Nýsköpun er mikilvægur kjarni í loftslagsaðgerðum. Árangur okkar í loftslagsmálum veltur m.a. á því að ótal grænir sprotar nái að spretta. Þess vegna eru Píratar með framsækna nýsköpunarstefnu í 20 liðum, sem hljómar svona í mjög stuttu máli: Stórauka stuðning við uppbyggingu og rekstur þróunarsetra. Einfalda stofnun, skattaumhverfi og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Einfalda fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Áhersla á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins, ekki bara nýsköpun sem byggir á hátækni. Heildrænna, aðgengilegra, sveigjanlegra og kvikara styrkjaumhverfi. Stórauka fjármagn til ýmissa styrktar- og nýsköpunarsjóða. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki á öllum stigum vaxtar. Gera vistkerfi nýsköpunar aðlaðandi fyrir alþjóðlega frumkvöðla. Aukinn stuðningur við alþjóðlega sókn nýsköpunarfyrirtækja. Gera atvinnustarfsemi á Íslandi aðlaðandi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Setja á fót alþjóðlega miðstöð þekkingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Stofna Nýsköpunarráð sem leiðir vinnu við eflingu vistkerfis nýsköpunar á Íslandi. Tryggja fræðslu og þátttöku í nýsköpun á öllum stigum menntakerfisins. Styðja uppbyggingu Vísindagarða og styrkja tengsl atvinnulífsins við rannsóknir og frumkvöðlastarf innan háskólanna. Hvatning til atvinnulausra einstaklinga að taka þátt í nýsköpun. Nýsköpun og stafræn umbylting verði sett á oddinn innan opinbera geirans. Aukin símenntun í takt við tækni- og samfélagsbreytingar. Áhersla á útboð áskorana í stað fyrirfram skilgreindra lausna í opinberum innkaupum. Áhersla á aukið gagnsæi, opin gögn og frjálsan hugbúnað í stjórnsýslu. Byggja ekki aðeins upp sterkt frumkvöðlastarf, heldur líka grænt, skapandi og lifandi samfélag sem er hvetjandi til nýsköpunar alls staðar. Með nýsköpunarstefnu, sem má nálgast hér í heild sinni, sem spilar saman við loftslagsáherslur, menntakerfi og verkalýðsmál getum við stefnt að sjálfbæru samfélagi fyrir framtíðina. Vöxum út úr loftslagskrísunni sem sterkara og betra samfélag. Framsýni - Ekkert kjaftæði. Höfundur er þingmaður Pírata og á öðru sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru. Nýsköpun er mikilvægur kjarni í loftslagsaðgerðum. Árangur okkar í loftslagsmálum veltur m.a. á því að ótal grænir sprotar nái að spretta. Þess vegna eru Píratar með framsækna nýsköpunarstefnu í 20 liðum, sem hljómar svona í mjög stuttu máli: Stórauka stuðning við uppbyggingu og rekstur þróunarsetra. Einfalda stofnun, skattaumhverfi og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Einfalda fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Áhersla á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins, ekki bara nýsköpun sem byggir á hátækni. Heildrænna, aðgengilegra, sveigjanlegra og kvikara styrkjaumhverfi. Stórauka fjármagn til ýmissa styrktar- og nýsköpunarsjóða. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki á öllum stigum vaxtar. Gera vistkerfi nýsköpunar aðlaðandi fyrir alþjóðlega frumkvöðla. Aukinn stuðningur við alþjóðlega sókn nýsköpunarfyrirtækja. Gera atvinnustarfsemi á Íslandi aðlaðandi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Setja á fót alþjóðlega miðstöð þekkingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Stofna Nýsköpunarráð sem leiðir vinnu við eflingu vistkerfis nýsköpunar á Íslandi. Tryggja fræðslu og þátttöku í nýsköpun á öllum stigum menntakerfisins. Styðja uppbyggingu Vísindagarða og styrkja tengsl atvinnulífsins við rannsóknir og frumkvöðlastarf innan háskólanna. Hvatning til atvinnulausra einstaklinga að taka þátt í nýsköpun. Nýsköpun og stafræn umbylting verði sett á oddinn innan opinbera geirans. Aukin símenntun í takt við tækni- og samfélagsbreytingar. Áhersla á útboð áskorana í stað fyrirfram skilgreindra lausna í opinberum innkaupum. Áhersla á aukið gagnsæi, opin gögn og frjálsan hugbúnað í stjórnsýslu. Byggja ekki aðeins upp sterkt frumkvöðlastarf, heldur líka grænt, skapandi og lifandi samfélag sem er hvetjandi til nýsköpunar alls staðar. Með nýsköpunarstefnu, sem má nálgast hér í heild sinni, sem spilar saman við loftslagsáherslur, menntakerfi og verkalýðsmál getum við stefnt að sjálfbæru samfélagi fyrir framtíðina. Vöxum út úr loftslagskrísunni sem sterkara og betra samfélag. Framsýni - Ekkert kjaftæði. Höfundur er þingmaður Pírata og á öðru sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar