Til stendur að veita Þjóðhátíð í Eyjum ríkisstyrk vegna messufalls Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2021 12:16 Til stendur að ríkið styrki Þjóðhátíð í Eyjum og þar með ÍBV, en hátíðin hefur verið helsta fjáröflunarleið félagsins í gegnum árin, vegna messufalls í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að til standi að veita Þjóðhátíðar í Eyjum ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV en hátíðinni hefur verið frestað nú í tvö ár. Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði fyrir þá sem hugðu á stórhátíðahöld um verslunarmannahelgi. Gátu ekki gert það í fyrra og ekki í ár,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við fréttastofu að afloknum síðasta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður undir merkjum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við höfum þurft að leggja mat á það að hvaða marki úrræðin sem við höfum verið með í gildi hafa gagnast þeim aðilum og erum sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa verið að efna til hátíðahalds til að styðja við almannaheillastarfsemi eins og íþrótta- og æskulýðsstarf. Slíka starfsemi. Og hafa orðið af verulegum tekjum sem mögulega hafa staðið undir slíkri starfsemi,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin verður en þarna er einkum um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Segir Bjarni málið komið í farveg; til standi að koma á fót sjóði sem slíkir aðilar geti sótt í þegar svo ber undir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, hefur áður sagt að nefndin hyggðist sækja um styrk, það sé eðlilegt því þjóðhátíðin hafi verið blásin af með viku fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða. Það hafi verið stjórnvaldsaðgerð og yfirvöld hljóti að taka áhrif af henni inn í reikninginn. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna. Það mun hafa komið félaginu fyrir vind. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að henni þyki eðlilegt að ÍBV taki þetta samtal við ríkið sem kom ekkert að málum í fyrra, með að styrkja félagið sérstaklega vegna tekjufalls sem blasir við en Þjóðhátíð og tekjur af henni hefur verið helsta fjáröflunarleið ÍBV í gegnum tíðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Settu bílslys á svið Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði fyrir þá sem hugðu á stórhátíðahöld um verslunarmannahelgi. Gátu ekki gert það í fyrra og ekki í ár,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við fréttastofu að afloknum síðasta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður undir merkjum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við höfum þurft að leggja mat á það að hvaða marki úrræðin sem við höfum verið með í gildi hafa gagnast þeim aðilum og erum sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa verið að efna til hátíðahalds til að styðja við almannaheillastarfsemi eins og íþrótta- og æskulýðsstarf. Slíka starfsemi. Og hafa orðið af verulegum tekjum sem mögulega hafa staðið undir slíkri starfsemi,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin verður en þarna er einkum um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Segir Bjarni málið komið í farveg; til standi að koma á fót sjóði sem slíkir aðilar geti sótt í þegar svo ber undir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, hefur áður sagt að nefndin hyggðist sækja um styrk, það sé eðlilegt því þjóðhátíðin hafi verið blásin af með viku fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða. Það hafi verið stjórnvaldsaðgerð og yfirvöld hljóti að taka áhrif af henni inn í reikninginn. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna. Það mun hafa komið félaginu fyrir vind. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að henni þyki eðlilegt að ÍBV taki þetta samtal við ríkið sem kom ekkert að málum í fyrra, með að styrkja félagið sérstaklega vegna tekjufalls sem blasir við en Þjóðhátíð og tekjur af henni hefur verið helsta fjáröflunarleið ÍBV í gegnum tíðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Settu bílslys á svið Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira