Lífið

Willie Garson er látinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sarah Jessica Parker og Willie Garson voru miklir vinir.
Sarah Jessica Parker og Willie Garson voru miklir vinir. Getty

Leikarinn Willie Garson, sem var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, er látinn, aðeins 57 ára að aldri.

Frá þessu greinir sonur hans, Nathen Garson, á Instagram síðu sinni. „Ég elska þig svo mikið pabbi. Hvíldu í friði. Ég er svo glaður yfir því að þú hafir getað deilt ævintýrum þínum með mér og hve miklu þú náðir að afreka,“ skrifar Nathen Garson með færslunni. CNN greinir frá en ekki kemur fram hver dánarorsök Garsons var. 

Willie Garson lék hinn jákvæða Stanford Blatch, trúnaðarvin aðalpersónu þáttanna, Carrie Bradshaw. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttum á borð við Cheers og Family Ties, svo dæmi séu tekin.

Garson fæddist í New Jersey og hóf leiklistarferil sinn aðeins þrettán ára að aldri. Hann átti einn son, fyrrnefndan Nathen, sem hann ættleiddi og gerðist í framhaldinu talsmaður ættleiðingarsamtaka.

Fjölmargir félagar Garsons hafa minnst hans á samfélagsmiðlum og vinnuveitendur hans hjá HBO votta sína dýpstu samúð. 

Julie Bowen, ein af aðalleikkonum sjónvarpsþáttanna Modern Family, vottar samúð sína.

Leikarinn Jim Beaver gerir það líka en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk í Deadwood og Supernatural.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.