Hinn örlitli grenjandi minnihluti mun ekki þagna Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 22. september 2021 09:45 Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Eins og margítrekað hefur komið fram er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú ríkisstjórn sem mun taka við hlýtur að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli alveg eins og hún mun taka sjálfstæðar ákvarðanir í öðrum málum. Þess vegna er það sérstakt að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi lagt fram skýr markmið um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að fara með hálendisfrumvarpið. Það er tvennt sem skiptir máli í því: Hið fyrra er að það er gengið út frá því að sömu ríkisstjórnarflokkar taki við eftir næstu kosningar eða þá að verið sé að slá ryki í augu landsmanna enn og aftur og lofa því sem ekki verður staðið við. Það má ekki gleymast að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar stendur enn: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Þá voru engir fyrirvarar settir, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki. Engir. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar að vera við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við það að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar, hinum örlitla grenjandi minni hluta. Það hefur komið fram að lítið samráð var við hagaðila í gegnum þessa vinnu allt frá upphafi til enda. Eins og þetta mál er vaxið er verið að taka um þriðjung landsins undir þjóðgarð í ósátt við nærri öll sveitarfélög sem eiga land að fyrirhuguðum þjóðgarði. Fulltrúi Miðflokksins í hinum þverpólitíska undirbúningshópi sem átti að vera grundvöllur málsins, sagði sig frá þeirri vinnu þar sem ljóst var á þeim tímapunkti að ekki yrði tekið tillit til athugasemda hagaðila. Þá bárust fjölmargar umsagnir um málið, nærri 160 talsins, sem flestar voru gegn stofnun hálendisþjóðgarðsins. Þá hefði mátt vera ljóst á þeim tímapunkti að engin sátt væri um þetta frumvarp. Talað var um sýndarsamráð. Í mörgum umsögnum mátti sjá að talað var um að efnisatriði málsins væru óljós, ekki nægjanlega vel unnin eða beinlínis ósamrýmanleg markmiðum frumvarpsins. Dæmi um slíkt er hvort markmið frumvarpsins hafi verið að ferðamönnum á svæðinu fjölgi, já eða fækki. Það verður að vanda lagasetningu, hagsmunir allra Íslendinga eru undir, orkuauðlindir landsins og nýting þeirra til framtíðar, svo eitthvað sé nefnt. Við þetta má bæta að fyrirséð var að mikill kostnaður hefði fylgt innleiðingu hálendisþjóðgarðsins, auk þessa myndi þetta frumvarp setja í uppnám orkunýtingarkosti, græna orkukosti og endurnýtanlega orku. Við viljum öll vernda landið okkar, ganga vel um það og sjá til þess að vel sé farið með þá peninga sem við greiðum í formi skatta og gjalda. Mikilvægt er því að benda á að aukin kerfisvæðing mun auka útgjöld. Að þessu sögðu má ekki gleyma rétti fólks til að fara um landið sitt. Það er ekki hægt að undirstrika þá áherslu nógu oft eða nógu mikið. Þetta segi ég vegna þess að á sama tíma og margir ferðast um hálendið þá fara allflestir þar um með vernd náttúrunnar í huga. Þetta snýst um ferðafrelsi. Margar umsagnir sem bárust fjölluðu einmitt um þetta, að eftir því sem árin líða verði lokað á ferðafrelsi almennings. Þetta er alls konar fólk, göngumenn og hestamenn, bara til að nefna einhverja. Og þetta veit hinn örlitli grenjandi minni hluti. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Eins og margítrekað hefur komið fram er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú ríkisstjórn sem mun taka við hlýtur að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli alveg eins og hún mun taka sjálfstæðar ákvarðanir í öðrum málum. Þess vegna er það sérstakt að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi lagt fram skýr markmið um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að fara með hálendisfrumvarpið. Það er tvennt sem skiptir máli í því: Hið fyrra er að það er gengið út frá því að sömu ríkisstjórnarflokkar taki við eftir næstu kosningar eða þá að verið sé að slá ryki í augu landsmanna enn og aftur og lofa því sem ekki verður staðið við. Það má ekki gleymast að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar stendur enn: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Þá voru engir fyrirvarar settir, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki. Engir. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar að vera við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við það að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar, hinum örlitla grenjandi minni hluta. Það hefur komið fram að lítið samráð var við hagaðila í gegnum þessa vinnu allt frá upphafi til enda. Eins og þetta mál er vaxið er verið að taka um þriðjung landsins undir þjóðgarð í ósátt við nærri öll sveitarfélög sem eiga land að fyrirhuguðum þjóðgarði. Fulltrúi Miðflokksins í hinum þverpólitíska undirbúningshópi sem átti að vera grundvöllur málsins, sagði sig frá þeirri vinnu þar sem ljóst var á þeim tímapunkti að ekki yrði tekið tillit til athugasemda hagaðila. Þá bárust fjölmargar umsagnir um málið, nærri 160 talsins, sem flestar voru gegn stofnun hálendisþjóðgarðsins. Þá hefði mátt vera ljóst á þeim tímapunkti að engin sátt væri um þetta frumvarp. Talað var um sýndarsamráð. Í mörgum umsögnum mátti sjá að talað var um að efnisatriði málsins væru óljós, ekki nægjanlega vel unnin eða beinlínis ósamrýmanleg markmiðum frumvarpsins. Dæmi um slíkt er hvort markmið frumvarpsins hafi verið að ferðamönnum á svæðinu fjölgi, já eða fækki. Það verður að vanda lagasetningu, hagsmunir allra Íslendinga eru undir, orkuauðlindir landsins og nýting þeirra til framtíðar, svo eitthvað sé nefnt. Við þetta má bæta að fyrirséð var að mikill kostnaður hefði fylgt innleiðingu hálendisþjóðgarðsins, auk þessa myndi þetta frumvarp setja í uppnám orkunýtingarkosti, græna orkukosti og endurnýtanlega orku. Við viljum öll vernda landið okkar, ganga vel um það og sjá til þess að vel sé farið með þá peninga sem við greiðum í formi skatta og gjalda. Mikilvægt er því að benda á að aukin kerfisvæðing mun auka útgjöld. Að þessu sögðu má ekki gleyma rétti fólks til að fara um landið sitt. Það er ekki hægt að undirstrika þá áherslu nógu oft eða nógu mikið. Þetta segi ég vegna þess að á sama tíma og margir ferðast um hálendið þá fara allflestir þar um með vernd náttúrunnar í huga. Þetta snýst um ferðafrelsi. Margar umsagnir sem bárust fjölluðu einmitt um þetta, að eftir því sem árin líða verði lokað á ferðafrelsi almennings. Þetta er alls konar fólk, göngumenn og hestamenn, bara til að nefna einhverja. Og þetta veit hinn örlitli grenjandi minni hluti. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar