Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 13:01 Bjarki Már Elísson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Valdimar Grímsson hellti sér yfir hann. vísir/vilhelm Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. Björgvin Páll var rekinn af velli á 23. mínútu eftir að hafa lent á Bjarka þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarki fékk smá skurð á nefið og þurfti aðhlynningu. Hann var ekki sáttur með samherja sinn í landsliðinu og tók ekki undir afsökunarbeiðni hans. Þeir skildu þó sáttir á endanum og í viðtali við Vísi sagði Bjarki að Björgvin hefði líklega ekki átt að fá rauða spjaldið. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Bjarki. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál.“ Valdimar var í stúkunni á Hlíðarenda í gær og fylgist með sínu gamla liði. Hann var virkilega ósáttur við rauða spjaldið og þegar Bjarki var við varamannabekk Lemgo lét Valdimar hann heyra það og virtist ansi heitt í hamsi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í gær og náði þessum myndum af reiðilestri Valdimars. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Mynd af atvikinu, þegar Bjarki og Björgvin lentu í samstuðinu, má sjá hér fyrir neðan. Bjarki Már fékk smá skurð en Björgvin Páll rauða spjaldið.vísir/vilhelm Bjarki lék einkar vel í leiknum í gær og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Hann skoraði meðal annars síðustu þrjú mörk Lemgo af vítalínunni. Valur og Lemgo mætast öðru sinni í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og sjá má skildu Björgvin Páll og Bjarki Már sáttir.vísir/vilhelm Valur Handbolti Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Björgvin Páll var rekinn af velli á 23. mínútu eftir að hafa lent á Bjarka þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarki fékk smá skurð á nefið og þurfti aðhlynningu. Hann var ekki sáttur með samherja sinn í landsliðinu og tók ekki undir afsökunarbeiðni hans. Þeir skildu þó sáttir á endanum og í viðtali við Vísi sagði Bjarki að Björgvin hefði líklega ekki átt að fá rauða spjaldið. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Bjarki. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál.“ Valdimar var í stúkunni á Hlíðarenda í gær og fylgist með sínu gamla liði. Hann var virkilega ósáttur við rauða spjaldið og þegar Bjarki var við varamannabekk Lemgo lét Valdimar hann heyra það og virtist ansi heitt í hamsi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í gær og náði þessum myndum af reiðilestri Valdimars. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Mynd af atvikinu, þegar Bjarki og Björgvin lentu í samstuðinu, má sjá hér fyrir neðan. Bjarki Már fékk smá skurð en Björgvin Páll rauða spjaldið.vísir/vilhelm Bjarki lék einkar vel í leiknum í gær og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Hann skoraði meðal annars síðustu þrjú mörk Lemgo af vítalínunni. Valur og Lemgo mætast öðru sinni í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og sjá má skildu Björgvin Páll og Bjarki Már sáttir.vísir/vilhelm
Valur Handbolti Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira