Græn störf fyrir grænna líf? Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir skrifar 22. september 2021 13:30 Umræðan um græn störf hefur aukist hratt síðastliðin ár en almennt er hugtakið “grænt starf” frekar nýtt af nálinni. Loftslagsbreytingar af mannavöldum munu óumflýjanlega hafa bein áhrif á m.a. efnahags- og atvinnulíf um allan heim. Verkalýðshreyfingar, stjórnmálaflokkar og félagasamtök á Íslandi hafa mörg hver lagt áherslu á mikilvægi þess að móta atvinnustefnur sem miða að því að græn störf muni styðja við góð lífskjör um landið allt. Græn störf skulu standa undir heilbrigðum, öruggum og sjálfbærum vinnuaðstæðum, ásamt því að stuðla að því að Ísland geti uppfyllt skuldbindingar sínar í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Fimm stjórnmálaflokkar fjalla í stefnum sínum aðgerðir sem snúa að aukningu grænna starfa og að tryggja réttlát umskipti í iðnaði þar sem störfum mun fækka; Framsókn, Viðreisn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir. Í hnattrænu samhengi, mun sókn okkar í átt að grænu hagkerfi skapa störf. Sú sókn mun flytja störf milli atvinnuvega og krefst ábyrgra reglugerða sem tryggja réttlát umskipti. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að um 18 milljón störf geti orðið til við umskiptin frá núverandi kerfi. Framangreind aukning í störfum samanstendur af 24 milljón nýjum störfum og 6 milljón störfum sem munu leggjast af vegna nýrrar tækni og tækniþróunar. Umbreytingarnar fela því í sér gríðarlega mörg tækifæri, en til þess að tækifærin verði bein tækifæri án neikvæðra afleiðinga fyrir okkur öll, þarf að leggja út fyrir stofnkostnaði, sem þó verður til langs tíma litið mun lægri en mögulegur fórnarkostnaður. En hvað er átt við með “grænum störfum”? Græn störf leiða af sér varðveislu eða endurheimt umhverfisins. Störfin styðja við bætta orku- og auðlindanýtingu m.t.t. sjálfbærni, lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang og mengun, vernda og endurheimta vistkerfi og styðja almennt við aðlögun að loftslagsbreytingum. Fjölmörg ný atvinnutækifæri fylgja því þeim lausnum sem eru til staðar á umhverfisvandamálum. Störfin geta t.d. verið á almennum atvinnumörkuðum s.s. í framleiðslu- eða framkvæmdageiranum og landbúnað eða í nýjum grænum atvinnumörkuðum líkt og endurvinnanlegri orkuframleiðslu eða bættri orkunýtni. En græn störf eru ekki aðeins vinnslu-, framleiðslu- og almenn skrifstofustörð, heldur geta þau einnig verið listræn s.s. græn hönnun sem við trúum að muni verða mikilvæg fyrir græna framtíð. Þessi störf varðveita umhverfið og aðlaga hönnunnar-, viðskipta- og framleiðsuferli fyrirtækja og einstaklinga að sjálfbærni. Fjölmörg græn störf eru nú þegar til staðar í atvinnulífinu hérlendis. Sem dæmi má nefna íslenska orkugeirann, sem hefur skapað veðrmæti og lífsgæði með vinnslu á endurnýjanlegri orku, ða t.d. á umhverfisdeildum verkfræðifyrirtækja, umhverfisdeildum ríkisins.t. En við nemum ekki staðar hér, Ísland þarf að auka græn störf til muna og ýta undir mikilvægi grænnar hönnunar sem gæti átt stóran þátt í umhverfis-byltingunni. Það þurfa allir, öll fyrirtæki og samfélagið í heild sinni taka ábyrgð á loftlagsbreytingum og umhverfisáhrifum af mannavöldum. Vissulega væri einfaldast að hvert fyrirtæki væri ábyrgt fyrir að fylgjast með og lágmarka bein neikvæð áhrif eins og hægt er. Fyrirtæki þurfa að fylgjast með umhverfisáhrifum rekstursins og umhverfisáhrif starfsmanna sem tengd eru vinnu þeirra. Hins vegar verður ekki hjá því komist að ríkið hafi yfirumsjón yfir áhrif landsins í heild líkt og öll ríki ættu að gera. Eins og staðan er í dag, eru flest stærri fyrirtæki með t.a.m. fjármála- og samskiptadeildir en alls ekki öll með umhverfisdeild. Hröð breyting hefur orðið þar á síðustu misserum en betur má ef duga skal. Við stöndum nú frammi fyrir þeirri framtíð að öllum fyrirtækjum ætti að bera skylda að gera grein fyrir umhverfisáhrifum sínum, axla ábyrgð á neikvæðu áhrifunum og móta sér langtíma stefnu um bætta ferla . Öll fyrirtæki munu þurfa að lágmarka losun sína eins og kostur er og síðan kolefnisjafna á ábyrgan hátt þá losun sem eftir stendur. Flest fyrirtæki þurfa að finna betri framleiðslu- og þjónustuleiðir til að lágmarka umhverfisáhrif sín. Hönnuðir þurfa einnig að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að hanna vörur og hús eins og hefur verið venjan vegna umhverfisáhrifa, heldur þarf að hanna og framleiða með sjónarmið umhverfisins að leiðarljósi. Umhverfisvænni framleiðslu- og þjónustuleiðir munu ekki aðeins hafa jákvæð áhrif á umhverfið, heldur munu breytt ferli skapa svigrúm til að auka tekjuöflun fyrirtækja og auka skilvirkni. Þrátt fyrir að það geti fylgt því kostnaður að lágmarka og fylgjast með umhverfisáhrifum þá fylgja því töluvert fleiri tækifæri og verðmæti. Ef við förum ekki með jörðina okkar og auðlindir hennar á sjálfbæran hátt munu einn daginn ekki vera neinar auðlindir og fá tækifæri frá jörðinni okkar. Þetta er það málefni sem er hvað verðmætast að fjárfesta í um þessar mundir. Við sjáum fyrir okkur framtíð þar sem öll stærri fyrirtæki hafa umhverfisdeild eða umhverfisstjóra sem fylgist með umhverfisáhrifum fyrirtækisins frá öllum vinklum og breytir og bætir til að lágmarka áhrifin eða draga úr þeim til fulls. Hönnuðir munu þurfa huga að umhverssjónarmiðum og hanna með alla hringrás vörunnar (eða öðru sem hannað er) frá framleiðslu til “end-of-life” stiginu. Hönnun þarf að gera ráð fyrir að hægt sé að varan endist lengi, hægt sé að laga hana, endurvinna hana eða endurnýta efnin sem í vörunni er á sem einfaldastan hátt. Flest fyrirtæki munu þurfa mannskap í græn störf. Græn störf eru fjárfesting sem mun skila sér margfalt til baka. Ríkið þarf mögulega að styrkja slíkar fjárfestingar til að byrja með en fljótlega fer þetta að borga sig margfalt til baka. Fyrirtæki sem ná fram neikvæðri kolefnislosun geta selt sparnaðinn til fyrirtækja sem ekki ná að koma í veg fyrir alla losun sína. Bætt og betri meðferð á umhverfinu og neikvæð kolefnislosun á að vera álitin sem verðmæti jafn mikilvægt og peningar, jafnvel mikilvægara. Allt sem maðurinn hefur skapað, framleitt og nýtt hefur komið frá auðlindum jarðarinnar og því er umhverfisvernd mikilvægari fyrir fyrirtæki og samfélagið en góður efnahagur. Fyrir okkur er þetta einfalt, allir peningar koma á einn eða annan hátt frá umhverfinu og því verða engir peningar ef við höfum ekkert umhverfi. Ef við verndum ekki umhverfið okkar og förum að nýta það og hanna vörur á sjálfbæran hátt þá verða einn daginn mögulega engir peningar, enginn hagvöxtur og engin velmegun fyrir mannkynið. Mörg tækifæri leynast í umhverfisvanda nútímans og það er verðmætt að fjárfesta í framtíðinni. Mannkynið hefur skapað allt sem við höfum nú í kringum okkur þannig við erum fullfær um að breyta til og aðlaga að umhverfisváinni með breyttu hugarfari. Við verðum að hætta að líta á loftslags- og umhverfismálin sem vandamál og opna augun fyrir öllum þeim jákvæðu tækifærum sem felast í réttlátum umskiptum til grænnar framtíðar. Höfundur eru meðlimur í stjórn Hringrásarhagkerfisnefndar Ungra umhverfissinna og stundar nám í Sjálfbærniverkfræði við Konunglega tækniháskólann (KTH) í Stokkhólmi. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Umræðan um græn störf hefur aukist hratt síðastliðin ár en almennt er hugtakið “grænt starf” frekar nýtt af nálinni. Loftslagsbreytingar af mannavöldum munu óumflýjanlega hafa bein áhrif á m.a. efnahags- og atvinnulíf um allan heim. Verkalýðshreyfingar, stjórnmálaflokkar og félagasamtök á Íslandi hafa mörg hver lagt áherslu á mikilvægi þess að móta atvinnustefnur sem miða að því að græn störf muni styðja við góð lífskjör um landið allt. Græn störf skulu standa undir heilbrigðum, öruggum og sjálfbærum vinnuaðstæðum, ásamt því að stuðla að því að Ísland geti uppfyllt skuldbindingar sínar í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Fimm stjórnmálaflokkar fjalla í stefnum sínum aðgerðir sem snúa að aukningu grænna starfa og að tryggja réttlát umskipti í iðnaði þar sem störfum mun fækka; Framsókn, Viðreisn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir. Í hnattrænu samhengi, mun sókn okkar í átt að grænu hagkerfi skapa störf. Sú sókn mun flytja störf milli atvinnuvega og krefst ábyrgra reglugerða sem tryggja réttlát umskipti. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að um 18 milljón störf geti orðið til við umskiptin frá núverandi kerfi. Framangreind aukning í störfum samanstendur af 24 milljón nýjum störfum og 6 milljón störfum sem munu leggjast af vegna nýrrar tækni og tækniþróunar. Umbreytingarnar fela því í sér gríðarlega mörg tækifæri, en til þess að tækifærin verði bein tækifæri án neikvæðra afleiðinga fyrir okkur öll, þarf að leggja út fyrir stofnkostnaði, sem þó verður til langs tíma litið mun lægri en mögulegur fórnarkostnaður. En hvað er átt við með “grænum störfum”? Græn störf leiða af sér varðveislu eða endurheimt umhverfisins. Störfin styðja við bætta orku- og auðlindanýtingu m.t.t. sjálfbærni, lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang og mengun, vernda og endurheimta vistkerfi og styðja almennt við aðlögun að loftslagsbreytingum. Fjölmörg ný atvinnutækifæri fylgja því þeim lausnum sem eru til staðar á umhverfisvandamálum. Störfin geta t.d. verið á almennum atvinnumörkuðum s.s. í framleiðslu- eða framkvæmdageiranum og landbúnað eða í nýjum grænum atvinnumörkuðum líkt og endurvinnanlegri orkuframleiðslu eða bættri orkunýtni. En græn störf eru ekki aðeins vinnslu-, framleiðslu- og almenn skrifstofustörð, heldur geta þau einnig verið listræn s.s. græn hönnun sem við trúum að muni verða mikilvæg fyrir græna framtíð. Þessi störf varðveita umhverfið og aðlaga hönnunnar-, viðskipta- og framleiðsuferli fyrirtækja og einstaklinga að sjálfbærni. Fjölmörg græn störf eru nú þegar til staðar í atvinnulífinu hérlendis. Sem dæmi má nefna íslenska orkugeirann, sem hefur skapað veðrmæti og lífsgæði með vinnslu á endurnýjanlegri orku, ða t.d. á umhverfisdeildum verkfræðifyrirtækja, umhverfisdeildum ríkisins.t. En við nemum ekki staðar hér, Ísland þarf að auka græn störf til muna og ýta undir mikilvægi grænnar hönnunar sem gæti átt stóran þátt í umhverfis-byltingunni. Það þurfa allir, öll fyrirtæki og samfélagið í heild sinni taka ábyrgð á loftlagsbreytingum og umhverfisáhrifum af mannavöldum. Vissulega væri einfaldast að hvert fyrirtæki væri ábyrgt fyrir að fylgjast með og lágmarka bein neikvæð áhrif eins og hægt er. Fyrirtæki þurfa að fylgjast með umhverfisáhrifum rekstursins og umhverfisáhrif starfsmanna sem tengd eru vinnu þeirra. Hins vegar verður ekki hjá því komist að ríkið hafi yfirumsjón yfir áhrif landsins í heild líkt og öll ríki ættu að gera. Eins og staðan er í dag, eru flest stærri fyrirtæki með t.a.m. fjármála- og samskiptadeildir en alls ekki öll með umhverfisdeild. Hröð breyting hefur orðið þar á síðustu misserum en betur má ef duga skal. Við stöndum nú frammi fyrir þeirri framtíð að öllum fyrirtækjum ætti að bera skylda að gera grein fyrir umhverfisáhrifum sínum, axla ábyrgð á neikvæðu áhrifunum og móta sér langtíma stefnu um bætta ferla . Öll fyrirtæki munu þurfa að lágmarka losun sína eins og kostur er og síðan kolefnisjafna á ábyrgan hátt þá losun sem eftir stendur. Flest fyrirtæki þurfa að finna betri framleiðslu- og þjónustuleiðir til að lágmarka umhverfisáhrif sín. Hönnuðir þurfa einnig að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að hanna vörur og hús eins og hefur verið venjan vegna umhverfisáhrifa, heldur þarf að hanna og framleiða með sjónarmið umhverfisins að leiðarljósi. Umhverfisvænni framleiðslu- og þjónustuleiðir munu ekki aðeins hafa jákvæð áhrif á umhverfið, heldur munu breytt ferli skapa svigrúm til að auka tekjuöflun fyrirtækja og auka skilvirkni. Þrátt fyrir að það geti fylgt því kostnaður að lágmarka og fylgjast með umhverfisáhrifum þá fylgja því töluvert fleiri tækifæri og verðmæti. Ef við förum ekki með jörðina okkar og auðlindir hennar á sjálfbæran hátt munu einn daginn ekki vera neinar auðlindir og fá tækifæri frá jörðinni okkar. Þetta er það málefni sem er hvað verðmætast að fjárfesta í um þessar mundir. Við sjáum fyrir okkur framtíð þar sem öll stærri fyrirtæki hafa umhverfisdeild eða umhverfisstjóra sem fylgist með umhverfisáhrifum fyrirtækisins frá öllum vinklum og breytir og bætir til að lágmarka áhrifin eða draga úr þeim til fulls. Hönnuðir munu þurfa huga að umhverssjónarmiðum og hanna með alla hringrás vörunnar (eða öðru sem hannað er) frá framleiðslu til “end-of-life” stiginu. Hönnun þarf að gera ráð fyrir að hægt sé að varan endist lengi, hægt sé að laga hana, endurvinna hana eða endurnýta efnin sem í vörunni er á sem einfaldastan hátt. Flest fyrirtæki munu þurfa mannskap í græn störf. Græn störf eru fjárfesting sem mun skila sér margfalt til baka. Ríkið þarf mögulega að styrkja slíkar fjárfestingar til að byrja með en fljótlega fer þetta að borga sig margfalt til baka. Fyrirtæki sem ná fram neikvæðri kolefnislosun geta selt sparnaðinn til fyrirtækja sem ekki ná að koma í veg fyrir alla losun sína. Bætt og betri meðferð á umhverfinu og neikvæð kolefnislosun á að vera álitin sem verðmæti jafn mikilvægt og peningar, jafnvel mikilvægara. Allt sem maðurinn hefur skapað, framleitt og nýtt hefur komið frá auðlindum jarðarinnar og því er umhverfisvernd mikilvægari fyrir fyrirtæki og samfélagið en góður efnahagur. Fyrir okkur er þetta einfalt, allir peningar koma á einn eða annan hátt frá umhverfinu og því verða engir peningar ef við höfum ekkert umhverfi. Ef við verndum ekki umhverfið okkar og förum að nýta það og hanna vörur á sjálfbæran hátt þá verða einn daginn mögulega engir peningar, enginn hagvöxtur og engin velmegun fyrir mannkynið. Mörg tækifæri leynast í umhverfisvanda nútímans og það er verðmætt að fjárfesta í framtíðinni. Mannkynið hefur skapað allt sem við höfum nú í kringum okkur þannig við erum fullfær um að breyta til og aðlaga að umhverfisváinni með breyttu hugarfari. Við verðum að hætta að líta á loftslags- og umhverfismálin sem vandamál og opna augun fyrir öllum þeim jákvæðu tækifærum sem felast í réttlátum umskiptum til grænnar framtíðar. Höfundur eru meðlimur í stjórn Hringrásarhagkerfisnefndar Ungra umhverfissinna og stundar nám í Sjálfbærniverkfræði við Konunglega tækniháskólann (KTH) í Stokkhólmi. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun