Land vaxtanna Jón Steindór Valdimarsson skrifar 22. september 2021 17:00 Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. Spá bankans er hrollvekjandi sýn fyrir alla þá sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum. Það er nefnilega gríðarleg hækkun að vextir fari úr 1,25% í 3,5%. Sé gengið út frá því að meðallán sé 40 milljónir þá hækkar greiðslubyrðin um 900.000 krónur á ári. Það eru 75.000 krónur í hverjum mánuði. Hætt er við að flestum reynist erfitt að rísa undir þessari hækkun. Skuldari þarf að auka tekjur sínar um 125 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt til þess að geta staðið í skilum fyrir vaxtahækkunina eina og sér. Land tækfæranna bíður ekki þessa fólks. Nei, það er land vaxtanna ef ekki verður gripið til raunhæfra en róttækra lausna. Enn og aftur kemur í ljós að án breytinga verður íslenskur almenningur að greiða mun hærri vexti fyrir sín húsnæðislán en í þeim löndum sem nota evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru. Viðreisn vill raunhæfa en róttæka lausn sem breytir þessu. Í stað þess að vextir og kostnaður heimilanna hækki þá mun hvoru tveggja lækka verulega. Viðreisn vill tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu. Reynsla annarra ríkja sýnir svart á hvítu að kostnaður vegna húsnæðislána og rekstrarkostnaður heimila mun lækka svo um munar. Við höfum sett fram dæmi um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán af rekstri heimilis myndi lækka um 72.000 krónur á mánuði. Við höfnum landi vaxtanna. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. Spá bankans er hrollvekjandi sýn fyrir alla þá sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum. Það er nefnilega gríðarleg hækkun að vextir fari úr 1,25% í 3,5%. Sé gengið út frá því að meðallán sé 40 milljónir þá hækkar greiðslubyrðin um 900.000 krónur á ári. Það eru 75.000 krónur í hverjum mánuði. Hætt er við að flestum reynist erfitt að rísa undir þessari hækkun. Skuldari þarf að auka tekjur sínar um 125 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt til þess að geta staðið í skilum fyrir vaxtahækkunina eina og sér. Land tækfæranna bíður ekki þessa fólks. Nei, það er land vaxtanna ef ekki verður gripið til raunhæfra en róttækra lausna. Enn og aftur kemur í ljós að án breytinga verður íslenskur almenningur að greiða mun hærri vexti fyrir sín húsnæðislán en í þeim löndum sem nota evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru. Viðreisn vill raunhæfa en róttæka lausn sem breytir þessu. Í stað þess að vextir og kostnaður heimilanna hækki þá mun hvoru tveggja lækka verulega. Viðreisn vill tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu. Reynsla annarra ríkja sýnir svart á hvítu að kostnaður vegna húsnæðislána og rekstrarkostnaður heimila mun lækka svo um munar. Við höfum sett fram dæmi um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán af rekstri heimilis myndi lækka um 72.000 krónur á mánuði. Við höfnum landi vaxtanna. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Viðreisnar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar