Ísland, ESB og evran Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. september 2021 14:46 Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Utanríkismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Íslenska krónan Evrópusambandið Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun