Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en Tryggvi og félagar voru fjórum stigum undir að honum loknum, 20-16.
Þeir tóku þó við sér í öðrum leikhluta og voru fljótir að jafna leikinn. Þeir náðu mest 14 stiga forskoti í leikhlutanum, en staðan þegar að flautað var til hálfleiks var 31-43, Zaragoza í vil.
Tryggvi og félagar héldu áfram að auka forskot sitt jafnt og þétt í seinni hálfleik. Þegar að komið var að lokaleikhlutanum var staðan 53-69, og þá var orðið nokkuð augljóst hvorum megin sigurinn myndi falla.
Zaragoza gaf Bilbao ekkert færi á sér í fjórða og seinasta leikhlutanum og juku forskot sitt enn frekar. Leikurinn endaði að lokum 76-100, og Tryggvi og félagar hafa því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. Bilbao er hins vegar enn í leit að sínum fyrsta sigri.