Niðurgreiðum sálfræðiþjónustu – strax Tryggvi Guðjón Ingason skrifar 24. september 2021 11:30 Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun