„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 22:29 Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður segist bjartsýn fyrir kvöldinu. Vísir Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira