4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 10:02 Verksmiðja Carbon Recycling var opnuð árið 2011. Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“ Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“
Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun