Nýja hámarkið hefur aðallega áhrif á tekjuhærri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. september 2021 18:29 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Nýtt hámark reglna Seðlabanka Íslands kemur í veg fyrir að fólk geti tekið jafnhá lán og áður. Reglurnar hafa almennt meiri áhrif á tekjuhærri og gera það að verkum að greiðslubyrði fasteignalána skuli almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum, en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Markmiðið með setningu reglnanna er meðal annars að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í morgun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók saman nokkur dæmi sem gefa ágæta mynd af því, hvaða breytingar reglurnar geti haft á lántakendur húsnæðislána. Taflan hér að ofan sýnir áætlaða greiðslugetu samkvæmt greiðslumati miðað við mismunandi forsendur um fjölda barna og fjölda bifreiða.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Á myndinni er meðal annars tekið dæmi um barnlausan einstakling með 300.000 krónur í útborguð laun og aðrar tekjur á mánuði. Einstaklingurinn á þar að auki bifreið. Samkvæmt hefðbundnum forsendum í greiðslumati hins almenna banka, er áætluð greiðslugeta einstaklingsins 70.270 á mánuði. Það merkir að afborganir einstaklingsins eru 23 prósent af ráðstöfunartekjum og er hann því ekki kominn yfir hið nýja hámark. Taka má annað dæmi. Einstaklingur er með 800.000 krónur í útborguð laun og ráðstöfunartekjur á mánuði og á þar að auki bifreið. Áætluð greiðslugeta af ráðstöfunartekjum hans er 451.826 krónur á mánuði sem er 56 prósent af ráðstöfunartekjum. Nýja hámarkið kemur því í veg fyrir að einstaklingurinn taki lán með svo þunga greiðslubyrði. Af þessu leiðir að reglurnar eru frekar takmarkandi hjá þeim sem hafa hærri ráðstöfunartekjur eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Þó ber að hafa í huga að margir bankar hafa sett sér reglur um greiðslumat, sem veldur því að hlutfall greiðslugetu af ráðstöfunartekjum þurfi að vera enn lægra en miðað er við í hinum nýju reglum Seðlabankans. Hér er hægt að bera saman húsnæðislán bankanna. Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Markmiðið með setningu reglnanna er meðal annars að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í morgun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók saman nokkur dæmi sem gefa ágæta mynd af því, hvaða breytingar reglurnar geti haft á lántakendur húsnæðislána. Taflan hér að ofan sýnir áætlaða greiðslugetu samkvæmt greiðslumati miðað við mismunandi forsendur um fjölda barna og fjölda bifreiða.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Á myndinni er meðal annars tekið dæmi um barnlausan einstakling með 300.000 krónur í útborguð laun og aðrar tekjur á mánuði. Einstaklingurinn á þar að auki bifreið. Samkvæmt hefðbundnum forsendum í greiðslumati hins almenna banka, er áætluð greiðslugeta einstaklingsins 70.270 á mánuði. Það merkir að afborganir einstaklingsins eru 23 prósent af ráðstöfunartekjum og er hann því ekki kominn yfir hið nýja hámark. Taka má annað dæmi. Einstaklingur er með 800.000 krónur í útborguð laun og ráðstöfunartekjur á mánuði og á þar að auki bifreið. Áætluð greiðslugeta af ráðstöfunartekjum hans er 451.826 krónur á mánuði sem er 56 prósent af ráðstöfunartekjum. Nýja hámarkið kemur því í veg fyrir að einstaklingurinn taki lán með svo þunga greiðslubyrði. Af þessu leiðir að reglurnar eru frekar takmarkandi hjá þeim sem hafa hærri ráðstöfunartekjur eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Þó ber að hafa í huga að margir bankar hafa sett sér reglur um greiðslumat, sem veldur því að hlutfall greiðslugetu af ráðstöfunartekjum þurfi að vera enn lægra en miðað er við í hinum nýju reglum Seðlabankans. Hér er hægt að bera saman húsnæðislán bankanna.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira