Óvissuástand eftir þingkosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 30. september 2021 09:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun