Hefja tökur í geimnum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2021 13:29 Yulia Peresild, Anton Shkaplerov og Klim Shipenko eru stödd í Baikonur í Kasakstan. Roscosmos Þriðjudaginn í næstu viku (5. október) veður geimfara, leikkonu og leikstjóra skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þau munu svo koma sér fyrir í alþjóðlegu geimstöðinni og taka upp kvikmynd. Þá fyrstu sem tekin verður upp í geimnum. Þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp hluta myndarinnar The Challenge um borð í geimstöðinni. Sú mynd mun fjalla um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar. Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl. Geimfarinn Anton Shkaplerov, sem fer með þeim Peresild og Shipenko út í geim í næstu viku, mun verða eftir um borð í geimstöðinni. 6 : « » « » # 19 . . ! pic.twitter.com/775r4K3kcU— Anton Shkaplerov (@Anton_Astrey) September 29, 2021 Eins og fram kemur í frétt Space.com stendur til að skjóta nokkrum borgurum til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. Í desember munu Rússar skjóta japanska auðjöfrinum Yusaku Meazawa, Yozo Hirano og geimfaranum Alexander Misurkin til geimstöðvarinnar. Þeir munu sömuleiðis verja tólf dögum þar áður en þeir snúa aftur til jarðar. Í apríl mun SpaceX skjóta fjórum einstaklingum til geimstöðvarinnar fyrir fyrirtækið Axiom. Þar um borð verða þrír ferðamenn og geimfarinn Michael Lópoez-Alegría, sem er yfir ferðinni fyrir Axiom. Þetta er allt í kjölfar þess að SpaceX skaut nýverið fjórum geimförum á braut um jörðu, hærra en geimstöðin, þar sem þau voru í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Einnig stóð til að skjóta Tom Cruise til geimstöðvarinnar í október en svo virðist sem ekkert verði af því. Hann ætlaði að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni með leikstjóranum Doug Liman en engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um verkefni í marga mánuði. Sjá einnig: Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum General assembly completed, preparing for rollout The State Commission at the #Baikonur cleared the Soyuz-2.1a carrier rocket for rollout and installation at the launch pad on October 1. The launch is scheduled for October 5. pic.twitter.com/QxyIllcUfs— (@roscosmos) September 30, 2021 Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp hluta myndarinnar The Challenge um borð í geimstöðinni. Sú mynd mun fjalla um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar. Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl. Geimfarinn Anton Shkaplerov, sem fer með þeim Peresild og Shipenko út í geim í næstu viku, mun verða eftir um borð í geimstöðinni. 6 : « » « » # 19 . . ! pic.twitter.com/775r4K3kcU— Anton Shkaplerov (@Anton_Astrey) September 29, 2021 Eins og fram kemur í frétt Space.com stendur til að skjóta nokkrum borgurum til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. Í desember munu Rússar skjóta japanska auðjöfrinum Yusaku Meazawa, Yozo Hirano og geimfaranum Alexander Misurkin til geimstöðvarinnar. Þeir munu sömuleiðis verja tólf dögum þar áður en þeir snúa aftur til jarðar. Í apríl mun SpaceX skjóta fjórum einstaklingum til geimstöðvarinnar fyrir fyrirtækið Axiom. Þar um borð verða þrír ferðamenn og geimfarinn Michael Lópoez-Alegría, sem er yfir ferðinni fyrir Axiom. Þetta er allt í kjölfar þess að SpaceX skaut nýverið fjórum geimförum á braut um jörðu, hærra en geimstöðin, þar sem þau voru í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Einnig stóð til að skjóta Tom Cruise til geimstöðvarinnar í október en svo virðist sem ekkert verði af því. Hann ætlaði að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni með leikstjóranum Doug Liman en engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um verkefni í marga mánuði. Sjá einnig: Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum General assembly completed, preparing for rollout The State Commission at the #Baikonur cleared the Soyuz-2.1a carrier rocket for rollout and installation at the launch pad on October 1. The launch is scheduled for October 5. pic.twitter.com/QxyIllcUfs— (@roscosmos) September 30, 2021 Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir.
Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira