Landsbankinn spáir einnig stýrivaxtahækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2021 10:19 Landsbankinn spáir því að stýrivextir hækki um 0,25 prósent í næstu viku. Vísir/Vilhelm Landsbankinn tekur undir spá Íslandsbankans frá því í gær um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Bankinn telur þó ekki útilokað að stýrivextir hækki um 0,5 prósentustig. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem bankinn spáir því að stýrivextir verði 1,25 prósent eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á miðvikudaginn í næstu viku. Í Hagsjánni segir að greinendur Landsbankans telji að vaxtahækkun nú væri fremur eðlilegt framhald af síðasta fundi peningastefnunefndar, þar sem tveir nefndarmenn hefðu frekar kosið 0,5 prósentustiga hækkun, fremur en þá 0,25 prósentustiga hækkun sem tilkynnt á síðasta stýrivaxtaákvörðunardegi í ágúst. „Hagkerfið er á leiðinni upp úr öldudalnum, verðbólga yfir markmiði og því eðlilegt að draga aðeins úr slaka peningastefnunnar. Frá síðasta fundi nefndarinnar hefur krónan veikst lítillega og spáum við að verðbólga verði 4,3% nú á þriðja fjórðungi sem yrði ögn meira en Seðlabankinn spáði í ágúst en þá spáði hann 4,2% verðbólgu,“ segir Hagsjánni. Útiloka ekki 0,5 prósentustiga hækkun Þá segir í Hagsjá bankans að í ljósi þess að tveir nefndarmenn hafi viljað frekari hækkun síðast, sé ekki hægt að útiloka að nú verði stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósentustig. „Það sem mælir hins vegar á móti þörf fyrir brattari stýrivaxtahækkun nú er að enn á eftir að gefa fyrri vaxtahækkunum tíma til að virka að fullu auk þess sem óljóst er hversu kælandi áhrif innleiðing á nýjum reglum um hámarksgreiðslubyrði munu hafa á íbúðamarkaðinn,“ segir í Hagsjánni. Í Hagsjánni, sem lesa má hér, segir einnig að ljóst sé að 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta, ofan á fyrri vaxtahækkanir, muni hafa teljandi áhrif á eftirspurn í gegnum vaxtakjör heimila, þar sem um þriðjungur heimila er með fasteignalán á óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Gera má ráð fyrir að slíkir vextir hækki hjá bönkunum ákveði Seðlabankinn að hækka stýrivexti í næstu viku. Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51 Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem bankinn spáir því að stýrivextir verði 1,25 prósent eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á miðvikudaginn í næstu viku. Í Hagsjánni segir að greinendur Landsbankans telji að vaxtahækkun nú væri fremur eðlilegt framhald af síðasta fundi peningastefnunefndar, þar sem tveir nefndarmenn hefðu frekar kosið 0,5 prósentustiga hækkun, fremur en þá 0,25 prósentustiga hækkun sem tilkynnt á síðasta stýrivaxtaákvörðunardegi í ágúst. „Hagkerfið er á leiðinni upp úr öldudalnum, verðbólga yfir markmiði og því eðlilegt að draga aðeins úr slaka peningastefnunnar. Frá síðasta fundi nefndarinnar hefur krónan veikst lítillega og spáum við að verðbólga verði 4,3% nú á þriðja fjórðungi sem yrði ögn meira en Seðlabankinn spáði í ágúst en þá spáði hann 4,2% verðbólgu,“ segir Hagsjánni. Útiloka ekki 0,5 prósentustiga hækkun Þá segir í Hagsjá bankans að í ljósi þess að tveir nefndarmenn hafi viljað frekari hækkun síðast, sé ekki hægt að útiloka að nú verði stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósentustig. „Það sem mælir hins vegar á móti þörf fyrir brattari stýrivaxtahækkun nú er að enn á eftir að gefa fyrri vaxtahækkunum tíma til að virka að fullu auk þess sem óljóst er hversu kælandi áhrif innleiðing á nýjum reglum um hámarksgreiðslubyrði munu hafa á íbúðamarkaðinn,“ segir í Hagsjánni. Í Hagsjánni, sem lesa má hér, segir einnig að ljóst sé að 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta, ofan á fyrri vaxtahækkanir, muni hafa teljandi áhrif á eftirspurn í gegnum vaxtakjör heimila, þar sem um þriðjungur heimila er með fasteignalán á óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Gera má ráð fyrir að slíkir vextir hækki hjá bönkunum ákveði Seðlabankinn að hækka stýrivexti í næstu viku.
Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51 Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51
Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34