Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 08:14 Svæðið við Keili er undir stöðugri vöktun. Vísir/Vilhem Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. Myndband sem Einar Sverrison tók við Bláfellsgjá í gær hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem sjá má gufu stíga upp úr jörðinni í grennd við Keili. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna gæti verið um að ræða vísbendingu um að kvika væri komin nógu hátt til að hita grunnvatnið, ekki væri ólíklegt að kvika væri kominn mjög nálægt yfirborði. Aðspurð um myndbandið og það sem á því sést bendir Sigþrúður Ármanssdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, hins vegar á að umrætt svæði sé þekkt jarðhitasvæði, og að þar hafi gufa áður sést stíga upp úr jörðinni. Skjálftarnir enn á sama dýpi Sigþrúður bendir á að skjálftarnir séu enn að mælast fimm til sjö kílómetra dýpi, og að þeir séu enn sem komið er ekki að færast nær yfirborði jarðar. „Skjálftarnir sem við höfum verið að fylgja með eru ennþá á þessu sama dýpi,“ segir hún. Svæðið í grennd við Keili er undir stöðugri vöktun vegna jarðskjálftahrinu sem virðist staðsett í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist við eldsumbrotin í Geldingadölum. Þar hafa mælst yfir tvö þúsund skjálftar á undanförnum dögum. Áfram fylgst náið með stöðunni Alls hafa mælst fjögur hundruð skjálftar frá miðnætti, þar af einn sem var þrír að stærð, klukkan fimm í morgun. Heldur færri skjálftar mældust í gær en í fyrradag og engar sjáanlegar breytingar eru á svæðinu. „Þetta lullar bara áfram í sínum taki,“ segir Sigþrúður. Í gær greindi Veðurstofan frá því að nýjustu mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýni engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útiloki hinsvegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því sé nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili, sem minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Myndband sem Einar Sverrison tók við Bláfellsgjá í gær hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem sjá má gufu stíga upp úr jörðinni í grennd við Keili. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna gæti verið um að ræða vísbendingu um að kvika væri komin nógu hátt til að hita grunnvatnið, ekki væri ólíklegt að kvika væri kominn mjög nálægt yfirborði. Aðspurð um myndbandið og það sem á því sést bendir Sigþrúður Ármanssdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, hins vegar á að umrætt svæði sé þekkt jarðhitasvæði, og að þar hafi gufa áður sést stíga upp úr jörðinni. Skjálftarnir enn á sama dýpi Sigþrúður bendir á að skjálftarnir séu enn að mælast fimm til sjö kílómetra dýpi, og að þeir séu enn sem komið er ekki að færast nær yfirborði jarðar. „Skjálftarnir sem við höfum verið að fylgja með eru ennþá á þessu sama dýpi,“ segir hún. Svæðið í grennd við Keili er undir stöðugri vöktun vegna jarðskjálftahrinu sem virðist staðsett í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist við eldsumbrotin í Geldingadölum. Þar hafa mælst yfir tvö þúsund skjálftar á undanförnum dögum. Áfram fylgst náið með stöðunni Alls hafa mælst fjögur hundruð skjálftar frá miðnætti, þar af einn sem var þrír að stærð, klukkan fimm í morgun. Heldur færri skjálftar mældust í gær en í fyrradag og engar sjáanlegar breytingar eru á svæðinu. „Þetta lullar bara áfram í sínum taki,“ segir Sigþrúður. Í gær greindi Veðurstofan frá því að nýjustu mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýni engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útiloki hinsvegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því sé nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili, sem minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36
Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31