Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2021 11:15 Um fimm prósent íbúa Akureyrar eru í sóttkví. Vísir/Tryggvi Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fjölgað hratt síðustu daga. „Staðan hjá okkur er ekki góð. Við erum með rúmlega níutíu smit í gangi í augnablikinu í umdæminu. Þar af eru tæp áttatíu hérna á Akureyri og þúsund manns tæplega í sóttkví. Á Húsavík erum við líka með fimm smit en þar eru um tvö hundruð aðilar rúmlega í sóttkví. Sem hefur doltið þar áhrif á samfélagið. Þetta er ekki það stórt samfélag,“ segir Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Flestir hinna smituðu á grunnskólaaldri Hermann segir flesta hinna smituðu af veirunni vera á grunnskólaaldri og skólastarf því víða skert á svæðinu. „Það er ljóst að hópurinn sem er fjölmennastur í dag er börn og unglingar og þá sérstaklega þau sem eru óbólusett á aldrinum 8-12 ára. Þannig að við höfum verið að mælast til þess að þeir sem hafi með íþróttir, félagsstarfsemi, tómstundir já, fyrir börn og unglinga hugi að því að setja þær samverustundir til hliðar núna fram á næsta mánudag til bara að geta kveðið þetta niður sem við vonumst til að sé hægt. Að það sé ekki þessi samgangur sem er almennt í gangi á milli þessara aðila á þessum aldri. Því það hefur sýnt sig að þetta berst fljótt á milli,“ segir Hermann. Stór hluti þeirra sem greinst hefur á undanförnum dögum eru grunnskólabörn.Vísir/Tryggvi Hann segir börnin sem smitast hafa af veirunni ekki vera mikið veik. Skólahald liggur niðri á Húsavík og þá hefur handboltamóti sem halda átti á Akureyri um næstu helgi verið frestað vegna ástandsins. „Auðvitað leggst þetta ekki vel í fólk. Menn voru alltaf farnir að horfa til þess að við værum farnir að sjá til lands í þessu en ég held nú svona samt að menn taka þessu almennt þannig að þetta sé svona verkefni sem þurfi að yfirstíga núna,“ segir Hermann. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldatakmörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir út morgundaginn. Búast má við að Svandís upplýsi jafnvel í dag um hvort breytingar verði gerðar á aðgerðum eftir morgundaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07
Forseti Íslands í smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú í smitgát eftir að hafa umgengist ungmenni sem greindust nýverið með veiruna en greint er frá málinu á Facebook síðu forsetans. 4. október 2021 09:38