Njarðvík og Haukum spáð sigri í Subway deildunum í körfubolta í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 12:31 Subway-deild karla hefst á fimmtudaginn. vísir/sigurjón Benedikt Guðmundsson gerir Njarðvík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu í Ljónagryfjunni og Helena Sverrisdóttir kemur með Íslandsbikarinn heim á Ásvelli ef marka má spá félaganna sjálfra. Subway deildirnar í körfubolta voru kynntar í dag á árlegum kynningarfundi fyrir leiktíðina í úrvalsdeildum karla og kvenna en hann var haldinn á Grand Hótel. Stærsta frétt fundarins var að venju spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildunum um lokaniðuröðun. Það kom hins vegar líka fram að Körfuknattleikssamband Íslands og rekstraraðili Subway veitingastaðanna á Íslandi hafa gert með sér samning um að úrvalsdeildir karla og kvenna verða kenndar við Subway næstu árin. Haukum var spáð öruggum sigri í Subway deild kvenna en næstu lið eru Valur og Fjölnir. Skallagrímur fellur úr deildinni. Nýliðar Njarðvíkur rétt missa af úrslitakeppnina því fjórða liðið inn í hana er Keflavík. ÍR kemur upp í 1. deildina í staðinn. Haukarkonur hafa unnið tvo titla á síðustu dögum auk þess að komast áfram í Evrópukeppni fyrst íslenska kvennaliða í körfunni. Liðið fékk til sín bestu körfuboltakonu landsins í Helenu Sverrisdóttur en hún hjálpað Valskonum að vinna titilinn á síðustu leiktíð. Njarðvík er spáð sigri í Subway deild karla en næstir verða Keflvíkingar. Stjarnan, Valur og Tindastóll eru ekki langt á eftir og það má því búast við spennandi keppni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum en töpuðu síðan á móti Þór úr Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ um helgina. Það breytti því samt ekki að á sama og Njarðvík er spáð efsta sæti þá eiga ríkjandi Íslandsmeistarar hjá Þór úr Þorlákshöfn bara að enda í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina. Nýliðar Breiðabliks og Vestra fara aftur niður í 1. deildina samkvæmt spánni en upp í staðinn koma Haukar og Höttur sem féllu bæði síðasta vor. SUBWAY DEILD KVENNA - Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Haukar 284 stig 2. Valur 204 3. Fjölnir 200 4. Keflavík 136 5. Njarðvík 90 6. Breiðablik 80 7. Grindavík 53 8. Skallagrímur 33 - SUBWAY DEILD KARLA- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Njarðvík 398 stig 2. Keflavík 367 3. Stjarnan 329 4. Valur 323 5. Tindastóll 312 6. KR 235 7. Grindavík 223 8. Þór Þ. 215 9. ÍR 146 10. Þór Ak. 107 11. Breiðablik 102 12. Vestri 51 - 1. deild karla- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: Haukar 334 stig Höttur 283 Sindri 227 Álftanes 217 Fjölnir 157 Skallagrímur 143 Selfoss 139 Hamar 118 Hrunamenn 88 ÍA 34 - 1. deild kvenna- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: ÍR 342 stig KR 298 Stjarnan 287 Þór Ak. 283 Ármann 235 Hamar-Þór 155 Aþena-UMFK 151 Tindastóll 145 Snæfell 128 Fjölnir b 108 Vestri 79 Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Subway deildirnar í körfubolta voru kynntar í dag á árlegum kynningarfundi fyrir leiktíðina í úrvalsdeildum karla og kvenna en hann var haldinn á Grand Hótel. Stærsta frétt fundarins var að venju spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildunum um lokaniðuröðun. Það kom hins vegar líka fram að Körfuknattleikssamband Íslands og rekstraraðili Subway veitingastaðanna á Íslandi hafa gert með sér samning um að úrvalsdeildir karla og kvenna verða kenndar við Subway næstu árin. Haukum var spáð öruggum sigri í Subway deild kvenna en næstu lið eru Valur og Fjölnir. Skallagrímur fellur úr deildinni. Nýliðar Njarðvíkur rétt missa af úrslitakeppnina því fjórða liðið inn í hana er Keflavík. ÍR kemur upp í 1. deildina í staðinn. Haukarkonur hafa unnið tvo titla á síðustu dögum auk þess að komast áfram í Evrópukeppni fyrst íslenska kvennaliða í körfunni. Liðið fékk til sín bestu körfuboltakonu landsins í Helenu Sverrisdóttur en hún hjálpað Valskonum að vinna titilinn á síðustu leiktíð. Njarðvík er spáð sigri í Subway deild karla en næstir verða Keflvíkingar. Stjarnan, Valur og Tindastóll eru ekki langt á eftir og það má því búast við spennandi keppni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum en töpuðu síðan á móti Þór úr Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ um helgina. Það breytti því samt ekki að á sama og Njarðvík er spáð efsta sæti þá eiga ríkjandi Íslandsmeistarar hjá Þór úr Þorlákshöfn bara að enda í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina. Nýliðar Breiðabliks og Vestra fara aftur niður í 1. deildina samkvæmt spánni en upp í staðinn koma Haukar og Höttur sem féllu bæði síðasta vor. SUBWAY DEILD KVENNA - Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Haukar 284 stig 2. Valur 204 3. Fjölnir 200 4. Keflavík 136 5. Njarðvík 90 6. Breiðablik 80 7. Grindavík 53 8. Skallagrímur 33 - SUBWAY DEILD KARLA- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Njarðvík 398 stig 2. Keflavík 367 3. Stjarnan 329 4. Valur 323 5. Tindastóll 312 6. KR 235 7. Grindavík 223 8. Þór Þ. 215 9. ÍR 146 10. Þór Ak. 107 11. Breiðablik 102 12. Vestri 51 - 1. deild karla- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: Haukar 334 stig Höttur 283 Sindri 227 Álftanes 217 Fjölnir 157 Skallagrímur 143 Selfoss 139 Hamar 118 Hrunamenn 88 ÍA 34 - 1. deild kvenna- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: ÍR 342 stig KR 298 Stjarnan 287 Þór Ak. 283 Ármann 235 Hamar-Þór 155 Aþena-UMFK 151 Tindastóll 145 Snæfell 128 Fjölnir b 108 Vestri 79
SUBWAY DEILD KVENNA - Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Haukar 284 stig 2. Valur 204 3. Fjölnir 200 4. Keflavík 136 5. Njarðvík 90 6. Breiðablik 80 7. Grindavík 53 8. Skallagrímur 33 - SUBWAY DEILD KARLA- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Njarðvík 398 stig 2. Keflavík 367 3. Stjarnan 329 4. Valur 323 5. Tindastóll 312 6. KR 235 7. Grindavík 223 8. Þór Þ. 215 9. ÍR 146 10. Þór Ak. 107 11. Breiðablik 102 12. Vestri 51 - 1. deild karla- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: Haukar 334 stig Höttur 283 Sindri 227 Álftanes 217 Fjölnir 157 Skallagrímur 143 Selfoss 139 Hamar 118 Hrunamenn 88 ÍA 34 - 1. deild kvenna- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: ÍR 342 stig KR 298 Stjarnan 287 Þór Ak. 283 Ármann 235 Hamar-Þór 155 Aþena-UMFK 151 Tindastóll 145 Snæfell 128 Fjölnir b 108 Vestri 79
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira