„Ef einhver var nógu vitlaus að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 12:00 Helena Sverrisdóttir í leik með Haukum á móti sínu gamla liði, Val. Vísir/Bára Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar mun Helena Sverrisdóttir spila sinn fyrsta deildarleik með Haukum í nokkur ár. Körfuboltakvöld ræddi stærstu félagsskiptin í kvennakörfunni fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira