Arnór Atla mætir gamla félaginu sínu í Íslendingaslag í undanúrslitum HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 16:16 Arnór Atlason frá dögum sínum sem leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta. Getty/Christof Koepsel Danska félagið Álaborg Håndbold var án íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar í dag en var samt sem áður í litlum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistarakeppni félagsliða. Álaborg vann þá ellefu marka sigur á heimamönnum í Al Wehda, 38-27, en heimsmeistarakeppnin fer að þessu sinni fram í borginni Jeddah á vesturströnd Sádí Arabíu. Danska liðið var komið níu mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 19-10, og var með góð tök á leiknum allan tímann. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins og liðið varð danskur meistari undanfarin þrjú ár og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron Pálmarsson gekk til liðs við danska félagið frá Barcelona í sumar en hefur verið að glíma við meiðsli. It's a commanding win for Aalborg in the second-to-last 2021 IHF Men's #SuperGlobe quarter-final, taking the Danish side to their first appearance in the medal round pic.twitter.com/FR3cLIxOO0— International Handball Federation (@ihf_info) October 6, 2021 Sebastien Hein Barthold var markahæstur hjá Álaborg með átta mörk en Sven Jonas Samuelsson skoraði sjö mörk. Barthold skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum. Álaborgarliðið mætir þýska liðinu SC Magdeburg í undanúrslitaleiknum á morgun en þýska liðið vann sinn leik í átta liða úrslitunum fyrr í dag. Með liði SC Magdeburg spila einmitt íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Það verður því Íslendingaslagur í undanúrslitunum. Arnór mun þar líka mæta sínu gamla félagi en hann hóf atvinnumannaferil sinn á sínum tíma hjá liði Magdeburg árið 2004 og var þar til 2006 þegar hann fór til FCK í Danmörku. Handbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Álaborg vann þá ellefu marka sigur á heimamönnum í Al Wehda, 38-27, en heimsmeistarakeppnin fer að þessu sinni fram í borginni Jeddah á vesturströnd Sádí Arabíu. Danska liðið var komið níu mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 19-10, og var með góð tök á leiknum allan tímann. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins og liðið varð danskur meistari undanfarin þrjú ár og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron Pálmarsson gekk til liðs við danska félagið frá Barcelona í sumar en hefur verið að glíma við meiðsli. It's a commanding win for Aalborg in the second-to-last 2021 IHF Men's #SuperGlobe quarter-final, taking the Danish side to their first appearance in the medal round pic.twitter.com/FR3cLIxOO0— International Handball Federation (@ihf_info) October 6, 2021 Sebastien Hein Barthold var markahæstur hjá Álaborg með átta mörk en Sven Jonas Samuelsson skoraði sjö mörk. Barthold skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum. Álaborgarliðið mætir þýska liðinu SC Magdeburg í undanúrslitaleiknum á morgun en þýska liðið vann sinn leik í átta liða úrslitunum fyrr í dag. Með liði SC Magdeburg spila einmitt íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Það verður því Íslendingaslagur í undanúrslitunum. Arnór mun þar líka mæta sínu gamla félagi en hann hóf atvinnumannaferil sinn á sínum tíma hjá liði Magdeburg árið 2004 og var þar til 2006 þegar hann fór til FCK í Danmörku.
Handbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira