Arnar: Ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessar eldri drottningar með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 19:06 Arnar Pétursson hrósaði íslenska liðinu eftir sigurinn á Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Serbíu í undankeppni EM 2022 í dag. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppninni á fimmtudaginn en frammistaðan í dag var allt önnur og betri en þá. „Eftir erfiðan leik á móti Svíum, sem eru bara í svolítið öðrum klassa, er ég ánægðastur með að við skyldum koma með þessum krafti inn í leikinn,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin og var með frumkvæðið nær allan tímann. „Það hefði alveg verið hægt að koma pínu litlar í sér inn í þennan leik en þær gerðu það ekki. Ég er stoltur af þessum ungu leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki og svo gáfu þessar eldri drottningar sig í þetta og miðluðu af reynslu sinni. Þá er ég að tala um Rut [Jónsdóttur], Hildigunni [Einarsdóttur], Sunnu [Jónsdóttur] og Unni [Ómarsdóttur]. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessa stelpur með.“ Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/Jónína Guðbjörg Ísland komst fjórum mörkum yfir, 13-9, í byrjun seinni hálfleiks en Serbía svaraði með 6-1 kafla og komst yfir, 14-15, í fyrsta og eina sinn í leiknum. Arnar var sáttur með að íslenska liðið hafi ekki lagt árar í bát á meðan þessum erfiða kafla stóð. „Ég er ofboðslega ánægður með það. Auðvitað hafði ég smá áhyggjur af því að liðið ætti erfitt með að svara þessu áhlaupi en þær fá stórt hrós fyrir að koma til baka úr því og svara fyrir sig,“ sagði Arnar. „Við erum á ákveðinni vegferð og erum að reyna að lengja góðu kaflana. Og hann var góður kaflinn sem við getum tekið margt gott úr í dag og byggt á. Það var ofboðslega gott.“ Íslenska vörnin var í góðum gír í dag og Serbía skoraði aðeins 21 mark. Arnar vill að íslensku leikmennirnir séu ágengir í vörninni. „Varnarleikurinn hélt mjög vel. Við erum að reyna að færa okkur aðeins framar á völlinn og það gekk ótrúlega vel. Það fer mikil orka í þetta en við verðum að ná tökum á þessu. Við verðum að koma framarlega á móti liðum sem hafa svona skyttur. Það þýðir ekkert að sitja á sex metrunum,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir hleypir af.vísir/Jónína Guðbjörg Ragnheiður Júlíusdóttir var í stóru hlutverki í íslensku sókninni og tók tuttugu skot í leiknum. Sjö þeirra fóru inn. Arnar segir að það hafi ekki endilega verið uppleggið að Ragnheiður myndi klára svona margar sóknir en kvaðst sáttur með frammistöðu hennar. „Það þróaðist þannig. Ég hefði alveg viljað fá fleiri skot frá Theu [Imani Sturludóttur] líka. Hún er frábær leikmaður og við eigum hana aðeins inni í skotunum. En hún spilaði mjög vel, hreyfði sig vel og spilaði vörnina frábærlega,“ sagði Arnar. „Ragnheiður tók skotin og ég er búin að segja við hana að ég skipti henni út af ef ég er ósáttur. Í dag var þetta flott og hún tók af skarið. Ég er ánægður með hana.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43 Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppninni á fimmtudaginn en frammistaðan í dag var allt önnur og betri en þá. „Eftir erfiðan leik á móti Svíum, sem eru bara í svolítið öðrum klassa, er ég ánægðastur með að við skyldum koma með þessum krafti inn í leikinn,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin og var með frumkvæðið nær allan tímann. „Það hefði alveg verið hægt að koma pínu litlar í sér inn í þennan leik en þær gerðu það ekki. Ég er stoltur af þessum ungu leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki og svo gáfu þessar eldri drottningar sig í þetta og miðluðu af reynslu sinni. Þá er ég að tala um Rut [Jónsdóttur], Hildigunni [Einarsdóttur], Sunnu [Jónsdóttur] og Unni [Ómarsdóttur]. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa þessa stelpur með.“ Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/Jónína Guðbjörg Ísland komst fjórum mörkum yfir, 13-9, í byrjun seinni hálfleiks en Serbía svaraði með 6-1 kafla og komst yfir, 14-15, í fyrsta og eina sinn í leiknum. Arnar var sáttur með að íslenska liðið hafi ekki lagt árar í bát á meðan þessum erfiða kafla stóð. „Ég er ofboðslega ánægður með það. Auðvitað hafði ég smá áhyggjur af því að liðið ætti erfitt með að svara þessu áhlaupi en þær fá stórt hrós fyrir að koma til baka úr því og svara fyrir sig,“ sagði Arnar. „Við erum á ákveðinni vegferð og erum að reyna að lengja góðu kaflana. Og hann var góður kaflinn sem við getum tekið margt gott úr í dag og byggt á. Það var ofboðslega gott.“ Íslenska vörnin var í góðum gír í dag og Serbía skoraði aðeins 21 mark. Arnar vill að íslensku leikmennirnir séu ágengir í vörninni. „Varnarleikurinn hélt mjög vel. Við erum að reyna að færa okkur aðeins framar á völlinn og það gekk ótrúlega vel. Það fer mikil orka í þetta en við verðum að ná tökum á þessu. Við verðum að koma framarlega á móti liðum sem hafa svona skyttur. Það þýðir ekkert að sitja á sex metrunum,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir hleypir af.vísir/Jónína Guðbjörg Ragnheiður Júlíusdóttir var í stóru hlutverki í íslensku sókninni og tók tuttugu skot í leiknum. Sjö þeirra fóru inn. Arnar segir að það hafi ekki endilega verið uppleggið að Ragnheiður myndi klára svona margar sóknir en kvaðst sáttur með frammistöðu hennar. „Það þróaðist þannig. Ég hefði alveg viljað fá fleiri skot frá Theu [Imani Sturludóttur] líka. Hún er frábær leikmaður og við eigum hana aðeins inni í skotunum. En hún spilaði mjög vel, hreyfði sig vel og spilaði vörnina frábærlega,“ sagði Arnar. „Ragnheiður tók skotin og ég er búin að segja við hana að ég skipti henni út af ef ég er ósáttur. Í dag var þetta flott og hún tók af skarið. Ég er ánægður með hana.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43 Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. 10. október 2021 18:43
Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20