Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 12:00 Ceres (t.v.) og Vesta (t.h.), tvö stærstu fyrirbærin í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. Smástirnin reyndust þau eðlisþyngstu af þeim sem voru skoðuð í rannsókninni. ESO/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. Milljarðar hnullunga af ýmsum stærðum og gerðum er að finna í smástirnabeltinu sem liggur á milli reikistjarnanna Mars og Júpíters. Þau stærstu eru á stærð við lítil tungl en þau minnstu eru aðeins hnullungar úr grjóti og ís. Talið er að smástirnin séu leifar af efnisskífunni sem sólkerfið myndaðist úr fyrir meira en fjórum og hálfum milljarði ára. Nú hefur hópur stjörnufræðinga náð skýrum myndum af 42 af stærstu smástirnunum í beltinu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Aldrei áður hafa náðst svo skýrar myndir af svo stórum hópi smástirna, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Athuganir á smástirnunum hafa verið heldur takmarkaðar fram að þessu. Af þeim stærstu voru teknar nákvæmar myndir af Ceres, Vestu og Lutetiu í Dawn- og Rosettu-leiðöngrum bandarísku og evrópsku geimstofnanna. Af þessum sökum hefur lítið verið vitað um nákvæma lögun smástirnanna og eðlismassa þeirra. Í ljós kemur að þau falla almennt séð í tvo meginflokka: nánast hnöttótta hnullunga og ílengri hnullunga. Í fyrri flokkinn falla smástirni eins og Ceres og Hygiea en í þann síðari fellur Kleópatra sem er í laginu eins og bein fyrir hund. Myndir af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum. Það er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/M. Kornmesser/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Þéttari en demantar Flest smástirnin 42 sem voru skoðuð með sjónaukanum eru stærri en hundrað kílómetrar að þvermáli. Myndir náðust af tuttugu af þeim tuttugu og þremur í beltinu sem eru stærri en tvö hundruð kílómetrar. Stærstu smástirnin sem voru skoðuð voru Ceres og Vesta sem eru annars vegar 940 og hins vegar 520 kílómetrar að þvermáli. Þau tvö minnstu voru Úranía og Ásónía sem eru aðeins um níutíu kílómetrar að þvermáli hvort um sig. Þegar vísindamennirnir báru saman nákvæmar upplýsingar um nákvæma lögun fyrirbæranna og mælingar á massa þeirra gátu þeir reiknað út eðlismassa þeirra. Verulegur munur reyndist á fyrirbærunum. Fjögur eðlisléttustu smástirnin, þar á meðal Lamberta og Sylvía reyndust með eðlismassa á við kolamola, um 1,3 grömm á rúmsentímetra. Þau eðlisþyngstu eins og Síka og Kallíópa eru þéttari en demantur, um þrjú og hálft kíló á rúmsentímetra. Ásónía (t.v.) og Úranía (t.h.), tvö smæstu smástirnin sem teknar voru myndir af. Þau eru um 90 kílómetrar að þvermáli.ESO/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Mynduðust líklega á ólíkum stöðum í sólkerfinu Þessi mikli munur á eðlismassa er sagður benda til þess að efnasamsetning smástirnanna geti verið ákaflega ólík innbyrðis. Það gefur aftur vísbendingar um uppruna þeirra. Niðurstöður athugananna benda til þess að smástirnin hafi ferðast töluvert til frá því að þau mynduðust fyrst. Josef Hanus frá Karlsháskóla í Prag í Tékklandi sem er einn höfunda greinar um rannsóknina segir aðeins hægt að skýra muninn á efnasamsetningu smástirnanna með því að þau hafi myndast á ólíkum stöðum í frumsólkerfinu. Eðlisléttustu fyrirbærin hefðu þá myndast utan við braut Neptúnusar en síðan ferðast innar í sólkerfið með tíð og tíma. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Nýjar myndir af skæru blettunum á Ceres Blettirnir á dvergplánetunni hafa vakið gífurlega forvitni vísindamanna jafnt sem annarra. 10. september 2015 13:40 Geimfarið Dawn á sporbaug um Ceres Dawn hefur verið sjö og hálft ár á leiðinni til dvergreikistjörnunnar Ceres. 6. mars 2015 15:43 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Milljarðar hnullunga af ýmsum stærðum og gerðum er að finna í smástirnabeltinu sem liggur á milli reikistjarnanna Mars og Júpíters. Þau stærstu eru á stærð við lítil tungl en þau minnstu eru aðeins hnullungar úr grjóti og ís. Talið er að smástirnin séu leifar af efnisskífunni sem sólkerfið myndaðist úr fyrir meira en fjórum og hálfum milljarði ára. Nú hefur hópur stjörnufræðinga náð skýrum myndum af 42 af stærstu smástirnunum í beltinu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Aldrei áður hafa náðst svo skýrar myndir af svo stórum hópi smástirna, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Athuganir á smástirnunum hafa verið heldur takmarkaðar fram að þessu. Af þeim stærstu voru teknar nákvæmar myndir af Ceres, Vestu og Lutetiu í Dawn- og Rosettu-leiðöngrum bandarísku og evrópsku geimstofnanna. Af þessum sökum hefur lítið verið vitað um nákvæma lögun smástirnanna og eðlismassa þeirra. Í ljós kemur að þau falla almennt séð í tvo meginflokka: nánast hnöttótta hnullunga og ílengri hnullunga. Í fyrri flokkinn falla smástirni eins og Ceres og Hygiea en í þann síðari fellur Kleópatra sem er í laginu eins og bein fyrir hund. Myndir af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum. Það er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/M. Kornmesser/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Þéttari en demantar Flest smástirnin 42 sem voru skoðuð með sjónaukanum eru stærri en hundrað kílómetrar að þvermáli. Myndir náðust af tuttugu af þeim tuttugu og þremur í beltinu sem eru stærri en tvö hundruð kílómetrar. Stærstu smástirnin sem voru skoðuð voru Ceres og Vesta sem eru annars vegar 940 og hins vegar 520 kílómetrar að þvermáli. Þau tvö minnstu voru Úranía og Ásónía sem eru aðeins um níutíu kílómetrar að þvermáli hvort um sig. Þegar vísindamennirnir báru saman nákvæmar upplýsingar um nákvæma lögun fyrirbæranna og mælingar á massa þeirra gátu þeir reiknað út eðlismassa þeirra. Verulegur munur reyndist á fyrirbærunum. Fjögur eðlisléttustu smástirnin, þar á meðal Lamberta og Sylvía reyndust með eðlismassa á við kolamola, um 1,3 grömm á rúmsentímetra. Þau eðlisþyngstu eins og Síka og Kallíópa eru þéttari en demantur, um þrjú og hálft kíló á rúmsentímetra. Ásónía (t.v.) og Úranía (t.h.), tvö smæstu smástirnin sem teknar voru myndir af. Þau eru um 90 kílómetrar að þvermáli.ESO/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Mynduðust líklega á ólíkum stöðum í sólkerfinu Þessi mikli munur á eðlismassa er sagður benda til þess að efnasamsetning smástirnanna geti verið ákaflega ólík innbyrðis. Það gefur aftur vísbendingar um uppruna þeirra. Niðurstöður athugananna benda til þess að smástirnin hafi ferðast töluvert til frá því að þau mynduðust fyrst. Josef Hanus frá Karlsháskóla í Prag í Tékklandi sem er einn höfunda greinar um rannsóknina segir aðeins hægt að skýra muninn á efnasamsetningu smástirnanna með því að þau hafi myndast á ólíkum stöðum í frumsólkerfinu. Eðlisléttustu fyrirbærin hefðu þá myndast utan við braut Neptúnusar en síðan ferðast innar í sólkerfið með tíð og tíma.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Nýjar myndir af skæru blettunum á Ceres Blettirnir á dvergplánetunni hafa vakið gífurlega forvitni vísindamanna jafnt sem annarra. 10. september 2015 13:40 Geimfarið Dawn á sporbaug um Ceres Dawn hefur verið sjö og hálft ár á leiðinni til dvergreikistjörnunnar Ceres. 6. mars 2015 15:43 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Nýjar myndir af skæru blettunum á Ceres Blettirnir á dvergplánetunni hafa vakið gífurlega forvitni vísindamanna jafnt sem annarra. 10. september 2015 13:40
Geimfarið Dawn á sporbaug um Ceres Dawn hefur verið sjö og hálft ár á leiðinni til dvergreikistjörnunnar Ceres. 6. mars 2015 15:43