Til hamingju Ísland! Sigríður Hrund Pétursdóttir og Unnur Elva Arnardóttir skrifa 14. október 2021 08:00 Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvægisvog FKA er til að varða veginn á jafnréttisgöngu Íslands. Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er einstakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki einungis hins sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hagsmunahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rannsóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott um betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráðum og stöðuveitingum. Þar sem okkur gengur hvar hægast í jafnvægisæfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmdastjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefnilega 19-1 þar. En við höfum Jafnvægisvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alheimsþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mælikvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skorar jafnrétti og fjölbreytni hátt. Jafnrétt og fjölbreytni eru lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar raddir að borðinu, hagkerfinu öllu til hagsbóta, samfélaginu til giftu og gæfusemi. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnulífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tekið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og Þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okkur vel og góða skemmtun. Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKAUnnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvægisvog FKA er til að varða veginn á jafnréttisgöngu Íslands. Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er einstakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki einungis hins sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hagsmunahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rannsóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott um betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráðum og stöðuveitingum. Þar sem okkur gengur hvar hægast í jafnvægisæfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmdastjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefnilega 19-1 þar. En við höfum Jafnvægisvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alheimsþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mælikvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skorar jafnrétti og fjölbreytni hátt. Jafnrétt og fjölbreytni eru lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar raddir að borðinu, hagkerfinu öllu til hagsbóta, samfélaginu til giftu og gæfusemi. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnulífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tekið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og Þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okkur vel og góða skemmtun. Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKAUnnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar