Rannsaka mögulegt tilfelli Havana-heilkennisins í Kólumbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 11:14 Talið er að tilfelli Havana-heilkennisins hafi komið upp í sendiráði Bandaríkjanna í Bógóta í Kólumbíu. Google maps/skjáskot Bandarísk yfirvöld rannsaka nú möguleg tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í Kólumbíu aðeins nokkrum dögum áður en utanríkisráðherra Bandaríkjanna á að ferðast þangað. Undanfarnar vikur hafa sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Bógóta fundið fyrir einkennum heilkennisins, þar á meðal nístandi sársauka í eyrum, þreytu og svima. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í bandaríska og kanadíska sendiráðinu á Kúbu árið 2016 en síðan þá hafa bandarískir diplómatar um allan heim fundið fyrir einkennum heilkennisins. Óþekkt er hvað veldur heilkenninu en sumir hafa velt því upp hvort einhvers konar örbylgjuvopn valdi því. Wall Street Journal greindi frá því í gær að sendiráðsstarfsmenn í Kólumbíu hafi frá því um miðjan september fundið fyrir einkennum heilkennisins. Í frétt blaðsins er vísað í tölvupósta sem sendir voru af Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu, þar sem hann skrifar um fjölda „óútskýranlega heilsubresti“ starfsmanna sinna. Í tölvupóstinum skrifar hann að starfsmennirnir hafi fundið fyrir „UHI“, sem samkvæmt frétt Wall Street Journal er hugtak notað af bandarískum diplómötum um Havana-heilkennið. Talið er að um 200 hafi fengið Havana-heilkennið, um helmingur þeirra séu starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Flestir hafa lýst keimlíkum einkennum, eyrnaverkjum, þreytu, svima og ógleði og hafa margir hverjir fundið fyrir svima og þreytu svo mánuðum skipti. Heilkennið hefur haft áhrif á sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna víða um heim. Í sumar lýstu sendiráðsstarfsmenn í Vínarborg einkennum heilkennisins, þá er talið að tilfelli þess hafi komið upp í bandaríska sendiráðinu í Berlín fyrir stuttu og hefur lögreglan í Berlín það nú til rannsóknar. Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Bógóta fundið fyrir einkennum heilkennisins, þar á meðal nístandi sársauka í eyrum, þreytu og svima. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í bandaríska og kanadíska sendiráðinu á Kúbu árið 2016 en síðan þá hafa bandarískir diplómatar um allan heim fundið fyrir einkennum heilkennisins. Óþekkt er hvað veldur heilkenninu en sumir hafa velt því upp hvort einhvers konar örbylgjuvopn valdi því. Wall Street Journal greindi frá því í gær að sendiráðsstarfsmenn í Kólumbíu hafi frá því um miðjan september fundið fyrir einkennum heilkennisins. Í frétt blaðsins er vísað í tölvupósta sem sendir voru af Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu, þar sem hann skrifar um fjölda „óútskýranlega heilsubresti“ starfsmanna sinna. Í tölvupóstinum skrifar hann að starfsmennirnir hafi fundið fyrir „UHI“, sem samkvæmt frétt Wall Street Journal er hugtak notað af bandarískum diplómötum um Havana-heilkennið. Talið er að um 200 hafi fengið Havana-heilkennið, um helmingur þeirra séu starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Flestir hafa lýst keimlíkum einkennum, eyrnaverkjum, þreytu, svima og ógleði og hafa margir hverjir fundið fyrir svima og þreytu svo mánuðum skipti. Heilkennið hefur haft áhrif á sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna víða um heim. Í sumar lýstu sendiráðsstarfsmenn í Vínarborg einkennum heilkennisins, þá er talið að tilfelli þess hafi komið upp í bandaríska sendiráðinu í Berlín fyrir stuttu og hefur lögreglan í Berlín það nú til rannsóknar.
Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56