Krónprinsinn með þétta dagskrá og kynnir sér græna orku á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2021 12:18 Frá fundi dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku í morgun. Frá vinstri sitja meðal annarra Sigurður Hanesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Friðrik krónprins Dana, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Arnar Friðrik krónprins Danmerkur segir samband Íslands og Danmerkur á sviði orkumála mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þétt dagskrá er fram undan hjá krónprinsinum í dag sem mun kynna sér sjálfbærar orkulausnir í Íslandsheimsókn sinni. Friðrik krónprins Dana kom til landsins síðdegis í gær og hóf stutta Íslandsheimsókn sína með kvöldverði á Bessastöðum. Markmiðið er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna. Í morgun flutti hann ávarp við setningu fundar dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hann lagði áherslu á gott samband ríkjanna og sagði bæði Íslendinga og Dani meðvitaða um að bregðast þurfi þurfi við loftslagsvánni með skilvirkum hætti og nýjum lausnum. Hann sagði heimsóknin vera lið í því að styrkja samband ríkjanna enn frekar í þróun grænna lausna. Fulltrúar framsæknustu fyrirtækja Danmerkur, Íslands og Grænlands á sviði sjálfbærra orkumála muni kynna nýjar tæknilausnir í dag sem Friðrik sagði nauðysnlegar til þess takast á við áskoranir næstu ára. „Með nýsköpun og framsækinni tækni munum getum við tekist á við loftslagsvandann,“ sagði Friðrik. Að loknum fundinum hélt krónprinsinn í Hellisheiðavirkjun og Carbfix og síðan í Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir hádegi fundar hann með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, áður en hann skoðar danska varðskipið HDMS Triton sem liggur við Reykjavíkurhöfn, ásamt forseta Íslands og utanríkisráðherra. Botninn verður sleginn í daginn og jafnframt heimsóknina með móttöku í danska sendiráðinu síðdegis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í Grósku í morgun að rétta nálgunin við loftslagsvandanum væri blanda af raunsæi, bjarstýni, þrautseigju og nýsköpun. Íslendingar geti vonandi sýnt vinaþjóð sinni Dönum áræðni í verki. Orkumál Kóngafólk Danmörk Umhverfismál Forseti Íslands Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Friðrik krónprins Dana kom til landsins síðdegis í gær og hóf stutta Íslandsheimsókn sína með kvöldverði á Bessastöðum. Markmiðið er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna. Í morgun flutti hann ávarp við setningu fundar dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hann lagði áherslu á gott samband ríkjanna og sagði bæði Íslendinga og Dani meðvitaða um að bregðast þurfi þurfi við loftslagsvánni með skilvirkum hætti og nýjum lausnum. Hann sagði heimsóknin vera lið í því að styrkja samband ríkjanna enn frekar í þróun grænna lausna. Fulltrúar framsæknustu fyrirtækja Danmerkur, Íslands og Grænlands á sviði sjálfbærra orkumála muni kynna nýjar tæknilausnir í dag sem Friðrik sagði nauðysnlegar til þess takast á við áskoranir næstu ára. „Með nýsköpun og framsækinni tækni munum getum við tekist á við loftslagsvandann,“ sagði Friðrik. Að loknum fundinum hélt krónprinsinn í Hellisheiðavirkjun og Carbfix og síðan í Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir hádegi fundar hann með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, áður en hann skoðar danska varðskipið HDMS Triton sem liggur við Reykjavíkurhöfn, ásamt forseta Íslands og utanríkisráðherra. Botninn verður sleginn í daginn og jafnframt heimsóknina með móttöku í danska sendiráðinu síðdegis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í Grósku í morgun að rétta nálgunin við loftslagsvandanum væri blanda af raunsæi, bjarstýni, þrautseigju og nýsköpun. Íslendingar geti vonandi sýnt vinaþjóð sinni Dönum áræðni í verki.
Orkumál Kóngafólk Danmörk Umhverfismál Forseti Íslands Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira