Neyðarkall! Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson skrifa 13. október 2021 14:01 Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Ragnar Þór Ingólfsson Verðlag Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar