Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 14. október 2021 10:30 Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Ævar Harðarson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun