KR-ingurinn mætir liðinu sem hann yfirgaf á miðju tímabil í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 14:31 Shawn Glover í leik með Tindastólsliðinu á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Augu margra verða á Shawn Derrick Glover í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Tindastól í annarri umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu. Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu.
Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira