Helgi Már: Finnst allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 23:30 Helgi Már Magnússon var ekki alltaf sáttur með dómarana í leik KR og Tindastóls. vísir/bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. Stólarnir sóttu sigur í Vesturbæinn, 82-83. „Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“ Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50