Hærri lágmarkslaun þýða ekki færri störf Drífa Snædal skrifar 15. október 2021 11:30 Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun