Var nauðgað í fullri lest á meðan aðrir farþegar sátu hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 09:23 Árásin stóð yfir í átta mínútur áður en lögreglumaður kom um borð og handtók árásarmanninn. Getty/Bastiaan Slabbers Lestarfarþegar í Fíladelfíu sátu hjá og gerðu ekkert á meðan konu var nauðgað í lestarvagninum á miðvikudagskvöld. Ekki einn farþeganna brást við á meðan á árásinni stóð og enginn hringdi í neyðarlínuna að sögn yfirvalda í Fíladelfíu. Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira