Er pósturinn frá Póstinum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. október 2021 08:01 Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Stór hluti jólaverslunar fer nú fram á vefnum og eykst hlutdeild netverslunar í jólagjafainnkaupum Íslendinga hratt. Af innlendri verslun hefur hlutfall netverslunar vaxið úr 2-4% árið 2019 í 5-7% nú árið 2021 og hefur slíkum póstsendingum að utan auk þess fjölgað til muna. Því má búast við því að fjölmörg okkar komi til með að versla jólagjafirnar á vefnum og þá borgar sig að setja öryggið á oddinn. Hver er að hafa samband? Sögur af netsvindli tengdu póstsendingum rata í fjölmiðla með reglulegu millibili og verður umfjöllunin vonandi til þess að við séum sem flest á varðbergi. Sérstaklega er þó tilefni til að hafa augun opin þegar kemur að netverslun. Eins og lúsin á leikskólanum virðast þrjótarnir alltaf finna sér einhverja leið til að valda usla og þeir hafa svo sannarlega nýtt sér aukna verslun okkar á vefnum. Þannig hefur mikið borið á fölsuðum tölvupóstum og smáskilaboðum sem virðast berast frá póstfyrirtækjum á borð við Póstinn og DHL. Viðtakandi skilaboðanna er yfirleitt sendur á svikasíðu sem, rétt eins og upphaflegu skilaboðin, virðist við fyrstu sín ófölsuð. Þar er til dæmis óskað eftir greiðslukortaupplýsingum og ef bitið er á agnið eru þrjótarnir fljótir að láta greipar sópa. Því miður tapast hér á landi háar fjárhæðir með þessum hætti ár hvert. Svikin geta virst mjög sannfærandi og þær vefsíður og þau samskipti sem notuð eru við svikin verða sífellt vandaðri. Því verðum við að hafa varann á. Lítum á póstfang þess sem sendir og símanúmerið. Göngum úr skugga um að sendandinn sé raunverulega sá sem hann segist vera og höfum í huga að ólíklegt er að fyrirtæki sendi hlekki á vefi þar sem óskað er eftir greiðsluupplýsingum. Sleppum því að gleðja netþrjótana þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Netglæpir Netöryggi Pósturinn Neytendur Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Stór hluti jólaverslunar fer nú fram á vefnum og eykst hlutdeild netverslunar í jólagjafainnkaupum Íslendinga hratt. Af innlendri verslun hefur hlutfall netverslunar vaxið úr 2-4% árið 2019 í 5-7% nú árið 2021 og hefur slíkum póstsendingum að utan auk þess fjölgað til muna. Því má búast við því að fjölmörg okkar komi til með að versla jólagjafirnar á vefnum og þá borgar sig að setja öryggið á oddinn. Hver er að hafa samband? Sögur af netsvindli tengdu póstsendingum rata í fjölmiðla með reglulegu millibili og verður umfjöllunin vonandi til þess að við séum sem flest á varðbergi. Sérstaklega er þó tilefni til að hafa augun opin þegar kemur að netverslun. Eins og lúsin á leikskólanum virðast þrjótarnir alltaf finna sér einhverja leið til að valda usla og þeir hafa svo sannarlega nýtt sér aukna verslun okkar á vefnum. Þannig hefur mikið borið á fölsuðum tölvupóstum og smáskilaboðum sem virðast berast frá póstfyrirtækjum á borð við Póstinn og DHL. Viðtakandi skilaboðanna er yfirleitt sendur á svikasíðu sem, rétt eins og upphaflegu skilaboðin, virðist við fyrstu sín ófölsuð. Þar er til dæmis óskað eftir greiðslukortaupplýsingum og ef bitið er á agnið eru þrjótarnir fljótir að láta greipar sópa. Því miður tapast hér á landi háar fjárhæðir með þessum hætti ár hvert. Svikin geta virst mjög sannfærandi og þær vefsíður og þau samskipti sem notuð eru við svikin verða sífellt vandaðri. Því verðum við að hafa varann á. Lítum á póstfang þess sem sendir og símanúmerið. Göngum úr skugga um að sendandinn sé raunverulega sá sem hann segist vera og höfum í huga að ólíklegt er að fyrirtæki sendi hlekki á vefi þar sem óskað er eftir greiðsluupplýsingum. Sleppum því að gleðja netþrjótana þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar