Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2021 19:00 Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41
Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18